Fara í efni

Greinasafn

September 2003

Það sem Svíar raunverulega meina

Birtist í Fréttabladinu 15.09.2003Svíar eru nýbúnir að hafna Evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var í sjálfu sér athyglisvert og fellur inn í nokkuð merkilegt mynstur: Nánast allt stofnanaveldið í tilteknu landi mælir með því við þjóðina að hraða Evrópusamrunanum en meirihluti þjóðarinnar segir hins vegar nei.

Eru rökvísar konur ekki kvenlegar?

…eða á að spyrja á hinn veginn, hvort kvenlegar konur séu ekki rökvísar? Um síðustu helgi birtist í Morgunblaðinu örstutt frétt undir fyrirsögninni, Karlar kvenlægari en konur.

Forstjóri Stöðvar tvö hafi það sem sannara reynist

Birtist í Fréttablaðinu 10.09.2003Sigurður G. Guðjónsson  forstjóri Stöðvar tvö bregst við greinaskrifum mínum um uppsagnir á stöðinni í Fréttablaðinu sl.

Þakklátur talsmaður ríkisstjórnar

Halldór Ásgrímsson er þakklátur maður. Hann hefur nú, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fært  ítölsku verktökunum Impregilo sérstakar þakkir enda er hann þeirrar skoðunar “að það sé mikilvægt að hið jákvæða komi fram…” Þetta segir utanríkisráðherra Íslands á sama tíma og Impregilo er sakað um að brjóta íslenska kjarasamninga og sýna verkamönnum við Kárahnjúka svívirðilega framkomu.

Veit Alþýðusamband Íslands hvert förinni er heitið?

Birtist í Morgunblaðinu 05.0.9.2003Alþýðusambandið hefur sett fram kröfu um bætt lífeyrisréttindi félagsmanna sinna.

Til hvers fjárfesta menn í sjónvarpsstöð?

Birtist í Fréttablaðinu 03.09.2003Um daginn birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Stórfiskar án starfa og mynd af sex valinkunnum fréttamönnum.

Ólafur í skýjunum

Nýverið þáði forseti Íslands boð um að ferðast í einkaþotu frá Rússlandi til Englands til að horfa á fótboltaleik með milljarðamæringnum Roman Abramovits, landstjóra í Chukotska í Rússlandi og eiganda fótboltaklúbbsins Chelsea.