Í morgun fór fram nokkuð sérstök umræða á Alþingi um málefni Listdansskóla Íslands. Frá því var skýrt í sumar að skólinn yrði lagður niður með valdboði.
Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem forseti Íslands hafði neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin s.k., og allar líkur á að lögin yrðu borin undir þjóðaratkvæði.
Sæll Ögmundur.Eru borgarstjórnarkosningar nú á föstudaginn? Það er algjörlega með ólíkindum hvað þessi fánýti slagur milli tveggja karla tekur mikið pláss, tíma og athygli fjölmiðla nú dögum og vikum saman.
Í kvöldfréttum Sjónvarps í gær og síðan í Kastljósi í kjölfarið var lagt út af innanhússpósti í Vinnumálastofnun þar sem fram kom það sjónarmið starfsmanns að afgreiða ætti umsókn um starfsleyfi fyrir tiltekinn erlendan verkamann með "ljóshraða" enda mætti búast við því að fyrir vikið væri verkamaðurinn reiðubúinn að fletta ofan af óheiðarlegum vinnubrögðum óprúttinnar starfsmannaleigu.
Í fréttum í morgunútvarpi fór Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, mikinn og sagði það ósannindi sem haldið hefði verið fram, að til stæði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að selja Orkuveituna.
Birtist í Morgunblaðinu 31.10.05.Fyrir rúmri viku birti ég í Morgunblaðinu "Opið bréf til Samfylkingarfólks". Þar er spurt um stefnu Samfylkingarinnar.