Útvarpsstjóri hefur ráðið sér fréttastjóra að hljóðvarpinu. Að sjálfsögðu liggur í hlutarins eðli að hann fór að skipunum stjórnarflokkanna um ráðninguna – við öðru var ekki að búast.
Í tengslum við sérdeilis ósvífna valdníðslu við val og ráðningu fréttastjóra á fréttastofu RÚV laust því niður í kollinn á mér að ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar væri svona álíka ráðstöfun og að dómsmálaráðherra mundi – að undangengnu vandlegu forvali milli hinna hæfustu manna - skipa Lalla Johns í embætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Ég hlustaði á þig á Talstöðinni í gær Ögmundur og er sammála þér að fráleitt er fyrir Framsóknarflokkinn að reyna að hvítþvo sig af ráðingarmálinu í RÚV þótt það kunni að vera rétt að sá nýráðni sé ekki flokksbundinn framsóknarmaður og að ákvörðun hafi ekki verið tekin á þingflokksfundi Framsóknar.
Hér á lesendasíðunni var vakin athygli á þeirri nýskipan hjá dönsku ríkisstjórninni að birta öll tengsl sem ráðherrarnir hafa við fyrirtæki og fjármálastofnanir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi að sefa menn vegna reiði yfir hegðan meirihluta útvarpsráðs við ráðningu fréttastjóra útvarps.
Erindi á fundi SARK – Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju 05.03.05. Ég var beðinn um að svara því á þessum fundi hvaða skýringar ég teldi vera á því að það virtist pólitískt viðkvæmt að ræða spurninguna um aðskilnað ríkis og kirkju.