Fara í efni

Greinasafn

2005

OPIÐ BRÉF TIL SAMFYLKINGARFÓLKS

Birtist í Morgunblaðinu 21.10.05.Í Sjálfstæðisflokknum er nú talað opinskátt um hve æskilegt væri að samstarf tækist með Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu í landsmálum.

ÞINGMENN BÚI VIÐ SÖMU EFTIRLAUNAKJÖR OG AÐRIR

Mig langar að vita hvernig það gat gerst að ráðamenn þjóðarinar haga sér eins og hálfvitar og að ekkert sé gert í því t.d.

VIÐ BERUM ENGA ÁBYRGÐ!

Á sínum tíma var gumað af því að Eimskipafélag Íslands væri óskabarn þjóðarinnar. Alþýða manna og bæði hér á landi og í byggðum Vestur-Íslendinga gáfu stórfé til að félaginu tækist að sinna þjóðþrifaverkefnum, sjá um strandsiglingar umhverfis landið og annast millilandasiglingar.

FJÖLKVENNUM OG - MENNUM 24. OKTÓBER!

Þrjátíu ár eru liðin síðan íslenskar konur tóku sér frí frá störfum heima og heiman til að sýna framlag sitt til samfélagsins með áþreifanlegum hætti.

SKERT FERÐAFRELSI BLINDRA

Heill og sæll félagi. Sá þitt ágæta svar varðandi hundahaldið. Eitt langar mig til að hnippa í þig með. Blindum er óheimilt enn að ferðast með blindrahundi í strætó í Reykjavík, einu höfuðborg Norðurlanda sem þannig háttar til um í málefnum blindra.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR VILL EINKAVÆÐA

Nú vill Íhaldið einkavæða Landsvirkjun. En hvað þá með Íhaldið í borginni?? Vill það einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur?? Og ef þeir neita því eins og ég geri ráð fyrir.

FLUGVÖLLUR Á LÖNGUSKERJUM ER FRÁLEITUR KOSTUR

Birtist í Morgunpósti VG 18.10.10Þegar Hrafn Gunnlaugsson fyrst fleytti hugmyndinni um flugvöll á Lönguskerjum var það gert í mjög víðu samhengi – og að mörgu leyti frjóu og skemmtilegu.Hrafn vildi flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn, hækka byggingu hér, lækka þar, til dæmis vildi hann sníða nýbyggingu ofan af gamla Útvegsbankanum, núverandi dómshúsi við Lækjartorg, endurskoða afstöðu okkar til fífilsins og sóleyjarinnar, en eins og menn rekur ef til vill minni til fór grassláttur og reyting "illgresis" mjög fyrir brjóstið á Hrafni.

ÓKEYPIS Í STRÆTÓ - RAUNHÆFUR KOSTUR?

Blessaður Ögmundur.Ég veit að vinstri grænir hafa mikinn áhuga á að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
GEIR Á EINKAVÆÐINGARBUXUM: NÆST ER ÞAÐ LANDSVIRKJUN

GEIR Á EINKAVÆÐINGARBUXUM: NÆST ER ÞAÐ LANDSVIRKJUN

Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde vill ólmur halda áfram verki forvera síns og einkavæða almannaþjónustuna í landinu.

EF ÉG VÆRI RÍKUR?

Fyrir sextán árum eða svo hætti Jóhannes í Bónus að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands og stofnaði sína eigin búð – BÓNUS  að sögn ásamt rúmlega tvítugum syni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.