Það verður ekkert “Laugardagskvöld með Gísla Marteini” í sjónvarpinu í vetur, því miður fyrir okkur eldri borgarana sem áttum þar hauk í horni og gleðinnar fasta punkt í annars dapurlegri dagskrá Ríkissjónvarpsins.Gilli sækist nefnilega eftir því, enda þjóðþekktur orðinn af góðu einu, að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun að tveggja flokka kerfi, einsog er við lýði í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi reynst illa að því leyti að það dregur úr pólitískum áherslum í stjórnmálalífinu; höfuðfylkingarnar tvær keppa um þá hópa sem þær telja að geti hugsað sér hvorn valkostinn sem væri, þær keppa m.ö.o.
Fréttablaðið birti nýlega skoðanakönnun sem blaðið hafði látið gera og leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 9 borgarfulltrúa af 15 ef kosið yrði nú, Samfylkingin 5 og Vinstri grænir 1.
Þú veist að Ísland er langt úti í höfum, magnað reginkrafti elds og jökla. Það á hvergi sinn líka í víðri veröld." Þetta sagði Jón bóndi við Lykla-Pétur í Gullnahliðinu og Lykla-Pétur svaraði:" Það mun satt vera: landið er fagurt.
Í Viðskiptablaðinu í dag segir: "Fjárfestingar í stóriðju kosta gríðarlega fjármuni og er líklegt að þeim geti verið betur varið í þjóðfélaginu á öðrum sviðum".