Þær eru margar og mis matarmiklar lífeyris og eftirlaunakökurnar í þessu þjóðfélagi sem þeir sem gegnt hafa ráðherra- og alþingismennsku hafa bakað sér, með hráefni frá okkur almúganum; alveg einstaka og matarmikla eftirlaunaköku og það sem meira er þeir geta farið að borða hana löngu áður en þeir í raun hætta störfum, eins og dæmin sýna.
Birtist í Morgunblaðinu 06.11.05.Fimmtudaginn 3. nóvember skrifar Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Neyðaróp frá RÚV.
Auglýsingar eru bráðnauðsynlegar til þess að koma á framfæri upplýsingum um vöru og þjónustu. Ef þetta er gert á sannverðugan hátt eru auglýsingar til góðs.
Á Alþingi í gær var á meðal annars rætt um frumvarp Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem gengur út á að heimila Jafnréttisstofu aðgang að launum á vinnustöðum, jafnt einkareknum sem opinberum.
Í morgun fór fram nokkuð sérstök umræða á Alþingi um málefni Listdansskóla Íslands. Frá því var skýrt í sumar að skólinn yrði lagður niður með valdboði.
Í kvöldfréttum Sjónvarps í gær og síðan í Kastljósi í kjölfarið var lagt út af innanhússpósti í Vinnumálastofnun þar sem fram kom það sjónarmið starfsmanns að afgreiða ætti umsókn um starfsleyfi fyrir tiltekinn erlendan verkamann með "ljóshraða" enda mætti búast við því að fyrir vikið væri verkamaðurinn reiðubúinn að fletta ofan af óheiðarlegum vinnubrögðum óprúttinnar starfsmannaleigu.
Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem forseti Íslands hafði neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin s.k., og allar líkur á að lögin yrðu borin undir þjóðaratkvæði.