EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Á AÐ VERA SMÁTT Í SNIÐUM
02.12.2007
Ég tel rétt að vekja máls á því hve óeðlileg og andlýðræðisleg starfsemi á sér stað innan lögreglu. Ríkislögreglustjóraembættið sem á að vera traust eftirlits- og samræmingartæki fyrir lögreglu og á því að hafa fáa útvalda sérfræðinga í vinnu og vera smátt í sniðum í samræmi þjóðarstærð, tekur til sín svo stóran hluta fjárveitinga til löggæslu landsins að stjórnmálamenn þessa lands verða að fara að beita sér fyrir smækkun þessa langt yfir 100 manna fyrirtækis sem í raun er krabbamein á alla löggæslustarfssemi.