ERU JAFNAÐARMENN GENGNIR ÚR SAMFYLKINGUNNI?
10.12.2007
Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir því að milljarðarnir fimm sem ríkisstjórnin er að setja í tryggingakerfið til aldraðra og öryrkja eru klæðskerasaumaðir fyrir þá sem betur eru settir? Hingað til hefur verið reynt að deila fjármunum frá hinu opinbera þannig að þeir gagnist fyrst og fremst þeim sem minnst hafa.