11.01.2007
Kristján Hreinsson
Ég heyrði eitt sinn viðtal við lækninn, Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs. Hún var spurð um hagtölur og þegar hún svaraði þá sagði hún eitthvað á þá leið að hún skildi spurninguna, vissi ekki svarið og vildi ekki segja eitthvað sem hún ætti síðar eftir að harma að hafa sagt.Bæði eru tilsvörin eftirminnileg, svo og orð fréttamannsins sem hafði aldrei heyrt getið um slíka hreinskilni í fórum stjórnmálamanna.Skiptar skoðanir voru meðal manna um það hvort það teldist ásættanlegt að forsætisráðherra konungsríkisins léti hanka sig á spurningum um hagtölur og hvort það væri forsvaranlegt að kerlingin í brúnni segðist ekki hafa hugmynd um gang mála í hagkerfinu.