Fara í efni

Greinasafn

Mars 2007

FYRIRTÆKI Í REYKJAVÍK SITJI EKKI EIN AÐ HUGMYNDAAUÐ NÁMSMANNA

Í tengslum við nýlega spurningu sem birtist á síðunni, í tengslum við Marel, langar mig að benda á eitt atriði.

FORKASTANLEG EFTIRLAUNALÖG ÞINGMANNA

Í öllu stjórnmálaþvarginu í dag er ekki minnst á eftirlaun þingmanna, sem öllum finnst þó forkastanleg og ómakleg.EddaÞakka þér bréfið Edda.
FLOTT HALLA !

FLOTT HALLA !

Ég skal játa að þegar Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og knattspyrnukona með meiru, fékk aðeins örfá atkvæði í nýlegu formannskjöri til Knattspyrnusambands Íslands fyrir skömmu þá kom það mér á óvart og olli mér vonbrigðum, ekki hennar vegna heldur vegna KSÍ, sem mér fannst vera að fara á mis við tækifæri til þess að sækja inn í nýjar lendur með þessari kraftmiklu konu.

ERFITT AÐ ÁTTA SIG Á FRAMSÓKN

Það er oft erfitt að átta sig á framsókn. Ég man svo vel eftir því þegar Jón Sigurðsson, þá tiltölulega nýbúinn að setja fram afturvirka stefnubreytingu í stóriðjustefnunni, sagði að ákvörðun um stuðninginn í Írak, hefði verið byggð á röngum upplýsingum, og ákvörðunin þvi röng eða mistök.

EKKI ÖLL EGGIN Í SÖMU KÖRFUNA !

Nú langar mig að spyrja þig Ögmundur ert þú enn þeirrar skoðunar að hátækni- og þekkingariðnaður sé framtíðin í ljósi atburða á Ísafirði?Þorsteinn HaukssonÞakka þér bréfið.

REIÐUR UNGUR MAÐUR SKRIFAR UM TRÚFRELSI

Jón Torfason skrifar yfirlætisfulla grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar skiptir hann fylgismönnum aðskilnaðar ríkis og kirkju innan VG í tvo flokka, annars vegar "Þingeyinga" sem berjast gegn afturhaldssemi kirkjunnar og hins vegar reitt ungt fólk.

KÁTT ER Í BANKARANNINUM

 Að gefnu tilefni datt mér í hug að breyta frægri vísu eftir Stefán Jónsson. Þá lítur hún svona út: Bjarni karlinn kaupir og selur.Kátt er í banka-ranninum. Þar eru á ferli úlfur og melur í einum og sama manninum. Kveðja,Kristján Hreinsson, skáld p.s.Fyrir þá sem ekki vita: . (Melur er hér í merkingunni eyðsluseggur - bölvaður melurinn)..   

VERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ

Sæll Ögmundur. Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni.
AUGLÝSIR EFTIR UMRÆÐU UM MENNINGARPÓLITÍK

AUGLÝSIR EFTIR UMRÆÐU UM MENNINGARPÓLITÍK

Í gær birtist í Blaðinu mjög athyglisvert viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Ólaf Kvaran, fráfarandi forstöðumann Listasafns Íslands.