ER VERÐ-TRYGGINGIN EKKI UMRÆÐU-VERÐ?
28.12.2008
Eitt af því sem veldur hvað mestri ólgu þessa dagana er verðtrygging fjárskuldbindinga. Fólk horfir á skuldir sínar hækka upp úr öllu valdi á sama tíma sem kaup þess lækkar, að ekki sé minnst á atvinnuleysi þúsunda launamanna.. Lífeyrissjóðirnir hafa skiljanlega hag af því að fá jafn verðmæta peninga til baka þegar þeir lána, og lausafé sitt reyna þeir að tryggja eins og kostur er.