18.02.2008
Ögmundur Jónasson
Telst það eðlilegt ástand að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokkurinn, „eigi" ákveðin embætti hvort sem það eru dómaraembætti, sýslumannaembætti, staða seðlabankastjóra eða sendiherra eða nú síðast forstöðumaður Þjóðmenningarhúss? Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn komist upp með ásamt Framsóknarflokknum sem vonandi heyrir sögunni til að tryggja sínum mönnum þessi embætti hvort sem þau eru auglýst formsins vegna eður ei.