JÓLIN ERU TÍMI VELVILDARINNAR
23.12.2009
Ég sendi lesendum síðunnar bestu jólakveðjur. Megið þið öll njóta friðsældar á jólum. Yfir jólahátíðina slakar þjóðin á, borðar góðan mat, les bækur, gengur út í náttúruna, dormar, en framar öllu öðru, er samvistum við sína nánustu og treystir fjölskyldu- og vinabönd.