BORGAR ÞUNGA-IÐNAÐURINN BRÚSANN?
15.12.2009
Sæll Ögmundur. Þakka þér fyrir tíu staðreynda grein um Icesave. Allt er þetta satt og rétt og vel orðað. Icesave er framtíðarvandi í þeim skilningi að þegar búið er að ganga frá málinu þarf að huga að því að hvernig á að greiða þennan reikning eins og aðra.