
UPPGJÖF FRÉTTABLAÐSINS
11.08.2009
Birtist í Fréttablaðinu 10.08.. Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli "sitja uppi" með "andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave málinu.