Fara í efni

Greinasafn

2010

VANDLIFAÐ

Sumir eru alltaf einum leik á eftir. Það á við um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hann hrósaði útrásarvíkingum.

UPPLOGNAR SKÝRINGAR?

Sæll Ögmundur. Ég hef verið að velta einu máli svolítið fyrir mér. Þann 25-09-2008 var samþykkt af stjórn Kaupþings að fella allar persónulegar ábyrgðir af lánum sem fjöldi fólks innan bankans fékk til að kaupa hlutabréf í bankanum.Sumir fengu aflétt ábyrgðum á milljörðum króna, til að mynda eiginmaður varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
LÝÐRÆÐIÐ ÞARF NÆRINGU - STJÓRNVÖLDIN AÐHALD

LÝÐRÆÐIÐ ÞARF NÆRINGU - STJÓRNVÖLDIN AÐHALD

Krafan á hendur stjórnmálunum er gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð. Sú krafa er enn háværari í dag en hún var í gær.

BURT MEÐ GERVISIÐFERÐI!

Nýverið hjó ég eftir því að skattrannsóknarstjóri stóð agndofa af undrun yfir því hve menn væru orðnir færir og snöggir að skjóta undan fjármunum.

LÖGTÆKNI-KRATA-VIÐHORF?

Sæll Ögmundur.. Síðustu dagar hafa eðlilega snúist að nokkru um ábyrgð. Í tilfelli stjórnmálamanna má ekki gleyma að þeirra ábyrgð snýr að nokkru að því hvort þeir rækti skyldur sínum gagnvart kjósendum.

BUNDIN VIÐ FLOKKSKLAFANN?

Ég las ræðu Ingibjargar Sólrunar á netinu rétt í þessu. Þar skýrir hún frá því að hún brást sjálfri sé, flokknum og kjósendum flokksins.

SIÐBLINDIR DÆMI EKKI UM HVAÐ SIÐLEGT ER

Sæll Ögmundur.. Það er margar góðar greinar og lesendabréf á vefsíðunni þinni og það er gleðilegt að sjá okkur venjulegt alþýðufólk hafa vettvang sem við getum viðrað áhyggjur og skoðanir okkar, en það veitir þú okkur og átt þakklæti fyrir Ögmundur!. Árni Þorsteinsson http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/5235/   bendir réttilega á að Atli Gíslason alþingismaður sem mörg okkar hafa byggt vonir með innan um hálfgerðan furðulýð á Alþingi, hafi varað menn við „að stíga afskaplega varlega til jarðar varðandi sýkn eða sekt þeirra sem þingnefndin mun fjalla um." Árni er eðlilega undrandi og fyrir vonbrigðum af slíkum umælum þingmanns sem maður hefur lagt traust til og þarf á að halda á ögurtímum.

KJÓSUM 5. JÚNÍ 2010

Sæll Ögmundur.. Á Örstedskalanum gátu menn fengið - 23 í einkunn. Þá einkunn fengu til dæmis laganemar á munnlegum prófum sem kunnu minna en ekki neitt.

NÚ ÞARF MARGT SKOÐUNAR VIÐ

Komdu sæll Ögmundur.. Ég sé að þú ert þeirrar skoðunar að fara þurfi alvarlega yfir þær staðreyndarvillur sem forsetinn benti á, sem fram komu í skýrslunni um forsetaembættið.

HEIMILI ALNÚGANS EKKI FRIÐHELG!

Þú talar um í nýjustu skrifum þínum að heimilin séu friðhelg, sammála því. En þegar þú talar um heimili sakborninga sem frömdu glæp gagnvart allri þjóðinni séu heilög þá finnst mér þú vera á villigötum.