Fara í efni

Greinasafn

2010

BÓFARNIR SLEPPA

Sæll Ögmundur og takk fyrir svar þitt sem hefði mátt vera ítarlegra. Ég var að hlusta á fréttir af rannsóknarskýrslunni í morgun og eftir allan þennan lestur og að það liggi þar að auki fyrir um 2000 blaðsíðna skýrsla þá voru þetta of miklar og óþarfar málalengingar.
GRÆÐGI, SKORTUR Á GAGNSÆI OG HINIR AUÐSMALANLEGU

GRÆÐGI, SKORTUR Á GAGNSÆI OG HINIR AUÐSMALANLEGU

Rannsóknarskýrslan sem birt var í dag er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Hún er söguleg heimild og frá sjónarhóli efnahags- og stjórnmála hefur hún að geyma alvarleg varnaðarorð sem enginn getur leyft sér að horfa fram hjá.

BURT MEÐ LEIKSTJÓRANA!

Þakka þér Ögmundur fyrir að þora að fylgja eigin sannfæringu og ekki síst fyrir að þora að hafa afgerandi afstöðu til m.a.
FB logo

ASÍ: ICESAVE ER STÓRIÐJUSTEFNA

Birtist í Fréttablaðinu 11.04.10 . Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs.

EIGUM RÉTT Á AÐ VITA ALLT!

Góðan daginn. Ögmundur ég er svo hjartanlega sammála þér varðandi þessa blessaða skýrslu, sem á að birtast í dag.

VANTAR ALVÖRU SÓSÍALISTAFLOKK

Ibsen leikrit, nei, hér er ekkert þvilíkt á ferðinni, heldur skipulögð glæpastarfsemi, sem hefur alla tíð, frá lýðveldisstofnun, viðgengist og er enn.

HVERS VEGNA EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM?

Sæll Ögmundur og takk fyrir skeleggt framlag til umræðunnar og þjóðmálanna almennt. Ég og margir fleiri höfum skrifað greinar í blöð og í blog í mörg ár, langt aftur fyrir hrun um spillinguna í samfélaginu en ekkert virtist hægt að gera, sjá blogg mitt: siggisig.blog.is Nú eruð þið í ríkisstjórn, Hvers vegna hafið þið ekki gengið harðar fram í að hreinsa til í kerfinu? Hvers vegna voru eignir auðmanna ekki kyrrsettar strax í upphafi? Hvað ætla Vinstri grænir að gera til að hreinsa til? Ég held að þú sérst með svör á reiðum höndum fyrir þína hönd en mér sýnist lítið mjakast að koma böndum á vitleysuna.
Í LEIKRITI EFTIR IBSEN?

Í LEIKRITI EFTIR IBSEN?

Á morgun verður birt skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í safnaðarheimilum.

ÞÖRF Á ÞJÓÐVARNAR-FLOKKI

Kæri Ögmundur.... Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða grein Björns Jónassonar bróður þíns á vefsíðunni, hún hittir beint í mark á fjölda sviðum og ætti að vera öllum sem hafa áhuga á þjóðmálum að lesa vel og vandlega.  Hún ræðir um heilmikið grundvallarmál í stuttri grein.. Ég er einnig sammála flestu í lesendabréfadálknum undanfarið!. Flestir eru nú búnir að gera sér óþjóðlegt undirferli Samfylkingarinnar ljóst, enda fer ekki á milli mála.

ER VERIÐ AÐ FIKTA Í FRÉTTUM?

Sæll Ögumundur.. Bestu þakkir fyrir gömul og ný kynni. Mig langar til að spyrja: Er verið að innleiða ritskoðun í landinu í skjóli skuggalegra niðurstöðu hrunskýrslunnar? Hvar er Davíð Oddsson niðurkominn núna? Er hann virkilega flúinn úr landi? Á dögunum birtist á vefmiðlinum visir.is frétt um að Davíð Oddsson væri flúinn úr sprungunum við Rauðavatn og meira að segja alla leið úr landi.