Fara í efni

Greinasafn

2010

UM "KAPITAL-SÓSÍAL-FASISMA"

Vegna greinarinnar: FJÁRMAGN GEGN FÓLKI: Fyrst af öllu þá vil ég þakka þér Ögmundur fyrir að standa í fæturna fyrir þínum skoðunum.

FJÁRMÁLAKERFI ESB SKELFUR

Sæll Ögmundur .. Ég vil fyrst byrja á að þakka þér fyrir svör við ummælum Reinfeld forsætisráðherra Svía um að þeir hafi tekið að sér handrukkun því ummæli hans voru nákvæmlega þannig og ekki batnar að sjá á Bloomberg fréttaveitunni að við mætum kulda við að hrófla við samningunum frá Hollendingum og Bretum.

SKILABOÐ TIL NORÐURLANDA

Frábært hjá þér að taka Fredrik Reinfeldt í nefið, þetta eru ekki vinir okkar. Ískendingar þurfa að koma þeim skilaboðum til Norðurlandaþjóðanna mikið fastar og betur.

SVÖRIN Í FJÖLMIÐLUM

Sæll Ögmundur. Í grein í Fr.bl.14.jan.2010 skrifar Sigurður Líndal um Icesave málið. Hann undrast eins og flestir Íslendingar hvað valdi síendurtekinni yfirlýsingagleði "Norðurlandahöfðingja" um að "Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar" án þess þó að þeir útskýri af hverju.

ÖMURLEG SKRIF

Sæll Ögmundur..... Þau eru ömurleg bréfin Péturs og Kristjóns á vefsíðu þinni.  Báðir aðskilja þeir ekki þjóð og ríkisstjórn þegar um er að ræða Svía og hvorugir virðast skilja að það er djúp gjá á milli íslensku þjóðarinnar og íslenskra einstaklinga sem athafna sig í útlöndum og hafa stórskaðað íslensku þjóðina með lygum, þjófnaði og undirferlum.

ALÞJÓÐLEG FJÁREIGENDA-KLÍKA

Sæll, Þakka þér einarða afstöðu í Ísbjargarmálinu. Skyldi sænskur almenningur vita að sænsk stjórnvöld eru handrukkarar alþjóðlegrar fjáreigendaklíku? Fáir ef nokkur hefur komið oftar á Bildeberg-samkundur en Carl Bildt.

Í HNOTSKURN

Til að skilja til fullnustu,hvers vegna Bretar og Hollendingar eru svo grimmir gagnvart Íslendingum, er áhugavert að skoða þetta Webcast: http://www.larouchepac.com/media/2008/05/07/tragedy-hope-may-7th-larouche-webcast.html Það sýnir í hnotskurn við hvað er verið að eiga fyrir Ísland í dag.
UM LÝÐRÆÐI OG FORGANGSRÖÐUN Í STJÓRNMÁLUM

UM LÝÐRÆÐI OG FORGANGSRÖÐUN Í STJÓRNMÁLUM

Silfur Egils var fjölbreytt einsog oft áður og bauð upp á margt ákaflega umhugsunarvert og fréttnæmt. Fram kom að Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að kalla Fjármálaeftirlitið fyrir nefndina í vikunni til að ganga eftir því hvernig aðhaldi er beitt af þess hálfu gagnvart mismunun í fjármálaheiminum.
JÓHANN HAUKSSON OG FAÐMUR SIÐMENNINGARINNAR

JÓHANN HAUKSSON OG FAÐMUR SIÐMENNINGARINNAR

Í Silfri Egils í dag var vikið að lýðræðinu. Jóhann Hauksson blaðamaður virðist ekki - fremur en ýmsir aðrir - gefa mikið fyrir lýðræðið.

HANDRUKKARAR

Er það ekki nokkuð langt gengið að saka sænsk yfirvöld um að vera handrukkara og að það komi frá stjórnarþingmanni.