Blessaður Ögmundur.. Ég hef verið frekar hlynnt að gera samkomulag um innlánsreikninga Björgólfs-feðganna í Hollandi og Bretlandi, en í morgun runnu á mig tvær grímur.
Komdu sæll Ögmundur.. Hvernig er það með alþýðubandalagsarminn í vinstri hreyfingunni - hægri snú? Hverra hagsmuna er hann að gæta? Sverrir Jakobsson fer mikinn í Fréttablaðinu í dag og finnst Icesave málið svo ómerkilegt að vöxtum að það nái varla nokkurri átt að vera tala um það.
Egill Helgason mætti með Silfur sitt á RÚV á sunnudag og færði okkur sjónarmið málsmetandi einstaklinga erlendis sem nú stíga fram hver á fætur öðrum og bera brigður á greiðsluskyldu Íslendinga í Icesave.
Ákvörðun forseta Íslands að beita málskotsrétti, þ.e. neita að undirrita lagafrumvarp og skjóta því til þjóðarinnar til ákvörðunar hefur vakið hörð viðbrögð og sannast sagna annars konar en ég hafði búist við.
Sæll Ögmundur.. Ég sagði í bréfi til þín á dögunum, að ég væri stolt af forseta Íslands og ég sagðist líka vera stolt af "þeim merku mönnum sem bjuggu til dynamiska stjórnarskrá fyrir okkur í öndverðu, skarpskyggnir lýðræðissinnar." Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég.