13.11.2010
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Í tilefni af bloggi Hilmars Þórs á eyjunni.is, "Arkitektúr, skipulag og staðarprýði", sem 5.11.2010 hefur að geyma pistilinn "Danir teikna fangelsi á Hólmsheiði" langar mig til að forvitnast hjá þér, sem Dómsmálaráðherra hvort ykkur sé fúlasta alvara með þetta verklag í þínu ráðuneyti? Í ljósi ömurlegs ástands hjá okkur íslenskum arkitektum, sem lepjum nú dauðann úr skel, vona ég að þú vindir sem bráðlegast ofan af þessu danska rugli.