Ef saksóknari vill stefna einhverjum fyrir árás á Alþingi þá hefur hann tækifæri núna. Ekki veit ég hvað þjóðin hefur gert af sér til að verðskulda slíka fígúru fyrir forseta.
Árið 2002 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að líta bæri á vatn sem grunnmannréttindi sem væru forsenda annarra réttinda.. Hvað þýðir þetta í heimi þar sem meiri eftirspurn er eftir hreinu vatni en framboð?. . Bannað að níðast á alþýðunni . . Það þýðir til dæmis að ekki er leyfilegt í gróðaskyni að halda vatni frá þurfandi fólki.
Sæll sértu Ögmundur. Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er vonsvikinn og dapur yfir því að þú skyldir taka markvissa ákvörðun um að leyfa þjóðinni EKKI að greiða atkvæði um Icesave samning ykkar Steingríms, Jóhönnu og Bjarna Ben.
Gerðist ekkert? Þegar forsetinn er spurður um afleiðingar þess að hann vísaði 2 málum til þjóðarinnar þá svarar hann ávallt: "Það gerðist ekkert þrátt fyrir hrakspár ýmissa manna"!! Spyrillinn gerir aldrei athugasemdir við þetta svar.
Ég las um það á einhverju blogginu að einstaklingar sem styðja Icesave segjast hafa farið inn á vefsíðuna www.kjosum.is , þar sem hvatt er til undirskrifta með þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.
Oft hef ég velt vöngum yfir því í ræðu og riti hve mjög einkaeignarréttur hafi verið í sókn á undanförnum áratugum, stundum á kostnað almannahagsmuna og jafnvel mannréttinda.
Sæll Ögmundur. Barnabarn mitt veiktist um helgina, fékk 40 stiga hita og verki. Í dag fór hún til læknis, beið í 40 mínútur, fékk svo tveggja mínútna viðtal þar sem henni var sagt þetta væri vírussýking og var send heim og sagt að hvíla sig, var svo rukkuð um 2600 kr.