ENDURBÆTUR Á LAUGAVEGI
21.09.2011
Það hefur verið skemmtilegt að rölta efir neðanverðum Laugaveginum þetta sumar og niður á Lækjartorg. Endurbyggða húsið við Laugaveg 6 er risið, nýlega búið að laga húsið við Þingholtsstræti 2, á horninu við Laugaveg af miklum myndarskap, og framlengja í fornum stíl bakhúsið við Lækjarbrekku, sem liggur upp að Skólastræti.