Fara í efni

Greinasafn

September 2011

VELKOMIN Á LÝÐRÆÐISRÁÐSTEFNU

VELKOMIN Á LÝÐRÆÐISRÁÐSTEFNU

Miðvikudaginn 14. september, býður Innanríkisráðuneytið til ráðstefnu um lýðræði í samvinnu við Reykjavíkurborg og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe.

UM BLINDAN HJALLAHÁLS

Blessaður Ögmundur.. Í tilefni af fréttatilkynningu frá þér nýlega um veginn vestur sendi ég þér hlekk á grein sem ég birti á vef BB.

ÞRENNS KONAR BANKARÁN

Miklar breytingar hafa orðið hérlendis á bankaránum. Margir minnast þess þegar Búnaðarbankinn þáverandi við Vesturgötu var rændur, í desember árið 1995.

ENGA UNDANÞÁGU v/ GRÍMSSTAÐA!

Það var léttir að hlusta á viðtal við þig í Kastljósi þar sem þú lýstir afstöðu þinni til sölunnar á Grímsstöðum og hvernig þú hugðist taka á því máli.
OGV pýramídi

ÓLÖF GUÐNÝ OG PÝRAMÍDINN Á SPRENGISANDI

Aldrei mun ég gleyma því þegar fulltrúar Seðlabanka Íslands komu á fund þáverandi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að svara spurningum um efnahagsáhrifin af Kárahnjúkavirkjun og þá sérstaklega hvað varðar framkvæmdirnar.

"ÞAÐ VAR ÞÁ SEM LITLA ÞÚFA HUGSAÐI MEÐ SÉR..."

Heill og sæll Ögmundur.  . Ég deili með þér áhyggjum af fyrirætlunum kínverska athafnaskáldsins og auðkýfingsins, sem ríður nú um héruð og hefur troðið sér í gamla íslenska lopapeysu frá námsárum sínum og blæs af miklum móð í Pan-flautur og vill fá eignarrétt sinn á Grímsstöðum á Fjöllum viðurkenndan og staðfestan að lögum.  Ekki veit Litla þúfa eins og ég hver framvindan verður; hvort hann muni næst fá sér skúffu hjá sænskum lögfræðingi til að fela þar einhvers konar útfærslu af Magma/Alterra óáran, eða ekki.  . En af viðhlæjendum athafnaskáldsins sýnist mér reyndar, að hann treysti fremur á innvígða lögfræðinga (og jafnvel þingmenn og ráðherra) í og úr Pandóru-boxi Samfylkingarinnar.  Þannig birtist nýlega frétt, í beinni frá Kína, þar sem lögfræðingarnir Sigurvin Ólafsson og Lúðvík Bergvinsson, fyrrv.

HAFNA BER LANDSÖLU!

Ég vona að íslenskum yfirvöldum beri gæfa til að hafna kaupum Huang Nubos á Grímstöðum á Fjöllum. Fyrir því liggja margvísleg rök, t.d.

SKYLDI MANNINUM EKKI LEIÐAST...

Passusálmur nr. 53. Á Grímsstöðum á Fjöllum. gengur maður í lopapeysu. og lítur til fjalla. Og fjárfestar koma. á einkaþotum. til að horfa á hann.

HÁLFKARAÐ STEINSTEYPUBÁKN Á HÁLENDINU?

Sæll Ögmundur.. Sá sem þetta skrifar er ekki einn af þeim sem í grundvallaratriðum eru á móti því að útlendingar fjárfesti á Íslandi heldur tel ég að það eigi að skoða hvert dæmi fyrir sig og meta það.

ER FALIN MYNDAVÉL???

Varðandi Grímsstaði á Fjöllum: Hér virðist annars vegar um að ræða 1400 000 000 manna einræðisríki sem ásælist 300km2 landsvæði hjá fámennri lýðræðisþjóð.