HVERS VEGNA?
05.01.2012
Sæll Ögmundur. Það sem mér liggur á hjarta er:. 1) 2004 varst þú með tillögu um aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og hefðbundinnar innlánsbankastarfsemi. Því miður fékk hún ekki brautargengi. Í þessu liggur grunnur vandans. Braskið með ávísununina á verðmætin, peningana, er uppspretta alls fjármálaóstöðugleika. Oft hef ég í umræðu vitnað í þessa tillögu þína og hversu skynsamleg hún var. Með afnámi Glass-Seagall frá 1936, var fyrsta óheillasporið stigið. . 2) Það sem hryggir mig Ögmundur er að núna höfðuð þið og hafið tækifæri til lagfæringa, en það er ekki nýtt. Enn eru hrunverjar að störfum í bönkunum. Hugmyndasmiðir Icesave hafa fengið stöðuhækkun hjá Landsbankanum. Fólk er keyrt í gjaldþrot án þess að bankastofnanir hafi nokkurn fjárhagslegan hag af því. Gamla gapastokkshugmyndafræðin virðist ríkja.