Heill og sæll Ögmundur. Bréfi Helgu hér á síðunni um að samningi beri að hafna svarar þú svo: "Vandinn er sá að málið er komið í ferli þar sem mín aðkoma er takmörkuð.
Sæll, mikið er málflutningur þinn oft ömurlegur.Og núna séstaklega í Grímstaðamálinu.Hvaða skítugu skó ert þú að tala um, og hvaða þjóð? Heldur þú að þú sért sérstakur fulltrúi þessarar þjóðar og hún fylgi þínum þröngu skoðunum í einu og öllu?. Erlingur Bergvinsson
Ágæti Ögmundur. Hvað er til ráða við því sem lítur út fyrir að vera þrjóskuröskun og hugmyndafátækt á háu stigi hjá nokkrum ráðherrum Samfylkingarinnar? Þeir gefast ekki upp fyrr en þeim tekst að búa svo um hnútana að hægt sé að leigja/selja erlendum auðjöfri stóra jörð á norðausturlandi.
Ágæti Ögmundur. Ég vona svo heitt og innilega að þú hafnir Nubo um beiðni sína. Sem venjuleg manneskja með lítið vit á pólitík þá er ég ekki svo skyni skroppin að ég finni ekki skítalyktina af þessum blessaða samningi.
Auðjöfurinn Huang Nubo sem er í forsvari fyrir kínversku fjárfestingasamsteypuna sem vill fá afnotarétt yfir Grímsstöðum á Fjöllum til að reisa þar 20 þúsund fermetra hótelhúsnæði og gera flugvöll á svæðinu til að fljúga með túrista til að njóta einsemdarinnar í Herðubreiðarlindum, hrósar nú happi yfir því að innanríkisráðherra Íslands sé ekki í færum (lengur) til að eyðileggja áform sín.