Birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 18.05.14.. Í vikunni voru sett lög á flugmenn. Verkfall þeirra hafi skaðað þjóðarhag og auk þess séu flugmenn hálaunamenn sem ekki hafi siðferðilegan rétt á því að beita verkfallsvopni sjálfum sér til framdráttar - á kostnað annarra.
Ég fer fram á það að þið þingmenn og ríkisstjórn komi í gegn framlengingu án tafar á frestun á nauðungarsölum og framlengdum samþykkisfresti alveg einsog Hagsmunasamtök Heimilinna vilja.. K.v.
Stöð 2 birti athyglisverða frétt um lagningu sæstrengs til Bretlands og að fjármögnun væri vel á veg komin. Fréttamaður vitnaði í nýlega umfjöllun á Kjarnanum.
Ég þarf sennilega að koma mér á feisbók þó ekki væri nema til þess að fá nasjón af þeirri miklu umræðu sem þar fer fram en ef maður er ekki skráður á bókina kemst maður ekki þangað inn.
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo og sumir þingmenn dásama mjög nefndarálit Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir áform um skuldaniðurfærslu.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafa framkallað mikil viðbrögð og ekki alltaf mjög yfirveguð. Að sama skapi veldur tímaþröng því að stjórnarflokkunum gefst ekki ráðrúm til að leiðrétta augljósa skafanka á tillögum sínum.