AF HVERJU VORU PÍRATAR, SAMFYLKING OG BF EKKI SPURÐ?
14.07.2015
Það er alveg hárrétt sem þú segir hér á heimasíðu þinni að orkumála-umræðan á Alþingi í vor var ekki um virkjanir heldur bara um formið, hvort ákvarðanirnar væru teknar á réttan hátt! Hvort þær væru í samræmi við Rammaáætlun sem er búin til utan þingsins! . Maður vissi aldrei hvort eða hvar Píratar vildu virkja eða Björt framtíð eða Samfylkingin.