03.04.2016
Ögmundur Jónasson
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.04.16.. Þetta er sérkennileg fyrirsögn sem þarfnast útskýringar. Tilvísunin er ekki til Geysis í Haukadal, heldur til Klúbbsins Geysis sem tengist Fountain House hreyfingunni, sjálfshjálparhreyfingu, sem upphaflega spratt upp í New York, og hafði að markmiði að virkja fólk, sem átti við geðræna sjúkdóma að stríða, til atvinnuþátttöku eða náms, samhliða endurhæfingu.