Fara í efni

Greinasafn

Júní 2017

Vopnuð lögregla 2

EKKI „NORMALÍSERA" ÓGNIR OG VÍGBÚNAÐ !!!

Þjóðaröryggisráð fundaði „á öruggum stað á Keflavíkurflugvelli." Ég hélt fyrst þegar ég sá um þetta fjallað  - sjálfur hef ég verið erlendis undanfarna daga - að þetta væri grín.

AÐ STIMPLA SIG INN Í STRÍÐSÁTÖK

Ég er þér sammála um vopnaburð lögreglunnar, að forðast beri í lengstu lög að vígbúa löggæslumenn okkar með þessum hætti.

MEÐ ALVÆPNI Á TORGUM

Með alvæpni á öllum torgum. athyglissýkin var sterk. Eins og í erlendum borgum. ef upp koma hryðjuverk.. Pétur Hraunfjörð. .  
LOGGAN 3

VOPNABURÐUR LÖGREGLU ER ÓGN VIÐ ÖRYGGI OKKAR

Ég leyfi ég mér að fullyrða að sýning á vopnuðum lögreglumönnum við samkomur fólks hefur engan fælingarmátt gegn illvirkjum.
MBL

KYNDARAR KAUPMENNSKUNNAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.06.17.. Ein röksemd þeirra sem vilja afnema ÁTVR og koma áfengissölunni til kaupmannsins á horninu, þannig að kúnninn þyrfti helst aldrei að ganga nema eitt hundrað metra til að komast í bjór eða brennivín, er sú að með því móti drekki menn minna.

UM FUNDINN Í IÐNÓ: ÞESSU ÞARF AÐ HALDA LIFANDI!

Ég var hugfanginn á þessum fundi og fékk tærari sýn á hversu frelsisskerðing konunnar er undirrót allrar kúgunar og undirstaða valdastrúktúrs feðraveldisins eða svo ég vitni í Abdullah Öclan „A country can't be free unless the women are free," thereby redefining national liberation as first and foremost the liberation of women".
KONUR KURDAR

UPPLÝSANDI OG GEFANDI FUNDUR!

Hátt í hundrað manns sóttu fund um málefni Kúrda í Iðnó í gær þar sem þær Ebru Günay og Havin Guneser fjölluðu um frelsisbaráttu, hlutskipti og framtíð Kúrda og hugmyndafræði Öcalans, Kúrdaleiðtoga, sem setið hefur í fangelsi síðan 1999.
BERLIN - ICD

BERLÍN: MANNRÉTTINDI OG LÝÐRÆÐI Í HARÐNANDI HEIMI

Síðastliðinn miðvikudag sótti ég áhugaverða ráðstefnu í Berlín um mannréttindi og lýðræði á vegum Instituteof Cultural Diplomacy, ICD.
LOKAD

LOKAÐ! - ÖLL Í FRÍI!

Fór út í búð í morgun, en kom að lokuðum dyrum. Óvenjulegt í þjóðfélagi sem vill gera manni kleift að kaupa fiskibolludós klukkan fjögur að morgni - helst alla morgna.

FRÁBÆR FUNDUR!

Ögmundur Jónasson á miklar þakkir skildar fyrir frábæran fund í dag um framtíð Kúrda. Framsögukonurnar tvær, Ebru Günay og Havin Guneser, töluðu mjög skilmerkilega fyrir sósíalisma, lýðræði og kvenréttindum auk þess sem þær sögðu frá blóðugum ofsóknum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum og leiðtoga PKK, Abdullah Öcalan, sem hefur verið fangelsaður í einangrun síðan árið 1999.. Eitt af því áhugaverðasta við frelsishreyfingu Kúrda, eins og Havin Guneser lýsti henni, er hvernig hún hefur sagt skilið við baráttuna fyrir hefðbundnu þjóðríki og tekið upp nýja áherslu á beint lýðræði, confederalisma og fjölmenningu.