Fara í efni

Greinasafn

2018

Múrinn

ÞAKKIR TIL RÍKISÚTVARPSINS FYRIR PÁL, JAKOB OG ÆVAR

Um nýafstaðanar hátíðar var fluttur nokkuð nýstárlegur leikþátur í útvarpinu sem ástæða er til að vekja athygli á.

VALHÖLL OG BORGARSTJÓRN

Baráttan er byrjuð þar. og bjartsýnir eygja von.. Útsvars-stjarnan valin var. Vilhjálmur Bjarnason.. . Eyþór Arnalds ætlar sér. oddvitasætið þarna.. En Villi víst með sigur fer. enda vinur Bjarna.. Pétur Hraunfjörð
Vísindafélag

VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ

Fróðlegt er að fletta svokölluðu „dagatali íslenskra vísindamanna" þar sem segir frá viðfangsefnum þeirra. Á slóð sem leiðir inn í þennan heim segir að vísindamennirnir séu "valdir af stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, með það fyrir augum að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt.". Frábært þykir mér þetta framtak, kannski ekki síst vegna þess að ég kannast við fleiri en eitt nafn á listanum og hef því á honum sérstakan áhuga.

SKORIÐ NIÐUR HJÁ LANDHELGIS-GÆSLUNNI Í GÓÐÆRI!

Eftir hrun voru varðskip leigð til útlanda til að mæta óhjákvæmilegum niðurskurði. Það var ekki gott en menn féllust á að það væri óhjákvæmilegt.

ÁBYRGÐ Í VERKI?

Formaður flokks sem segist vera vinstri flokkur og er kominn í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er forsætisráðherra í þokkabót, segir að mál málanna sé að gera vinnumarkaðinn ábyrgan.

UM HVAÐ SNÝST DÓMARAMÁLIÐ?

Um hvað snúast stjórnmálin á Íslandi? Veit það einhver? Stjórnarandstaðan vill að Sigríður dómsmálaráherra segi af sér, finnst það mikilvægast af öllu! En hvað gerði hún rangt? Var það ekki svokölluð matsnefnd sem klúðraði málum? Hvernig væri að fjölmiðlar reyndu að skýra þetta dómaramál? Það er orðið augljóst í mínum huga að málið er ekki eins svart hvítt og margir vilja vera láta - er ég þó enginn aðdáandi dómsmálaráðherrans né Sjálfstæðisflokksins. . Sunna Sara

ENGIN ÁBYRGÐ

Ef landinn brýtur löginn hér. leiddur er til sakar. En Sigríður enga ábyrgð ber. ef skaða mörgum bakar. Pétur Hraunfjörð
Ögmundur og Margrét Helga II

MEGI FRIÐUR, FJÖR OG FARSÆLD FYLGJA YKKUR Á KOMANDI ÁRI

Um áramótin bárust margar góðar kveðjur inn á heimili mitt. Sumir skrifa fréttabréf sem er skemmtilegur siður, aðrir senda kort með mörgum eða fáum orðum, allt eftir atvikum.

SAMTRYGGING Á ALÞINGI

Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum.
MBL

ÁGÆT REGLA AÐ BYRJA Á SJÁLFUM SÉR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.01.18.. Undir árslokin birtist í Morgunblaðinu umhugsunarvert viðtal við Ólaf Hauk Símonarson, rithöfund.