11.12.2020
Ögmundur Jónasson
Ég tek ofan fyrir SÁÁ sem sagt hafa sig frá Íslandsspilum sem reka spilavíti fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og til þessa SÁÁ. Formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, kom fram í fréttatímum í dag og sagði það endanlega staðfest, sem áður hafði heyrst úr hans munni, að SÁÁ myndi hætta aðild að Íslandsspilum. Þetta þýddi tugmilljóna tekjutap en á móti kæmi traust og virðing. Hún kemur alla vega frá mér. Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fá fyrir bragðið aukinn hlut í spilagróðanum eftir því sem mér skilst. Ekki verður það til að auka traust og virðingu á þeim ...