VERUM JÁKVÆÐ!
15.03.2020
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.03.20. Við eigum ekki að vera jákvæð í þeim skilningi að mælast jákvæð eins og það er kallað þegar fólk greinist með sjúkdóm eða veiru eins og kórónaveiruna. Því færri jákvæðir - alla vega mjög jákvæðir - í þeim skilningi, þeim mun betra. Að sjálfsögðu. Hins vegar þurfum við á jákvæðni að halda gagnvart fólki sem er að gera allt það sem í þess valdi stendur til að vernda heilsu okkar. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur almannavarna. Þeirra hlutverk ...