05.03.2020
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Ég vil þakka þér fyrir ágætar athugasemndir um sjávarútvegsmál. Nokkrar lykilstaðreyndir ... Hver á kvótann? I Fréttablaðinu fyrir stuttu er ágæt grein eftir Guðmund i Brimi sjá hér . Þar segir hann í niðurlagi, „Ég sem útgerðarmaður hef aldrei sagt að útgerðin eigi fiskinn í sjónum. Fiskurinn á sig sjálfur, útgerðin á veiðirétt samkvæmt lögum.” Minn skilningur er að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en þjóðin hafi úthlutað útgerðarmönnum réttinum til að sækja þennan fisk í umboði þjóðarinnar. En það sem vantar í þessa umræðu er að úthlutnin á að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og hún er í dag. Eðlilegast væri að tímasetja úthlutunina við þann árafjölda sem afskriftartíminn væri og í lok hans gæti löggjafinn tekið ákvörðun um að úthluta á annan veg eða endurúthluta eða bjóða upp osfrv ... N.N.