Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2020

KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

Ég vek athygli á Kla TV sem er upprunalega þýskumælandi miðill en er nú að finna á fleiri tungumálum og með framlagi víða að þar á meðal Íslandi. Ég er áskrifandi  af íslensku fréttsabréfi Kla TV og líkar mottóið sem starfað er samkvæmt:    Við fullyrðum ekki að við getum alltaf flutt allan sannleikann en við flytjum ykkur gagnrýnar raddir.”   Í samræmi við þetta segir í nýjasta fréttabréfi Klar TV ...

KÓRÓNA OG KREPPA

Fljótt sjáum tima fátæktar færast í aukana En líka endalok allsnæktar og sparibaukanna. Um kórónuveiru og kreppuna syngja kapítalisminn okkur virðist íþyngja bágt er tjónið við Bláalónið en þar virðist alveg galtóm pyngja. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.04.20. ... Það er kominn tími til þess að setja alvarleg spurningarmerki við ýmis áður viðtekin viðhorf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepnunnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Þá er komið að þeirri spurningu sem ég vildi spyrja ...
ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

Áform Pentagon og NATÓ um hernaðaruppbyggingu á Íslandi voru ekki orðin tóm. Allt á fullri ferð segir Mogginn. Eina hryggðarfréttin er sú að vegna Kóróna veirunnar þurfti að fresta fyrirhugaðri heræfingu NATÓ á Íslandi í sumar. Ekki vegna þess að efasemdir væru uppi á Alþingi, hvað þá í ríkisstjórn, heldur aðeins vegna veikinda og smithættu! Morgunblaðið greinir frá gangsetningu fyrsta verkefnisins í hermanginu, þar sem verktakinn er  ...
MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

Á sunnudag klukkan tólf verður útsending á Kvótann heim að þessu sinni um makríldeilurnar og á hvern hátt þær gefa innsýn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er að fótum fram. Útsending hefst klukkan tólf á slóðinni hér að neðan en síðan verður þátturinn aðgengilegur á youtube eins og fyrri þættir.  https://kvotannheim.is/  

VILTU SPÁ?

Telur þú meiri eða minni líkur á að Alþingi setji lög sem banni eignasöfnun auðmanna á landi? Heldurðu að ríkisstjórnin telji sig komast upp með að láta sitja við það eitt að setja lög um að upplýst verði hver eigi landið eins og frumvarp er komið fram um? Punktur basta? ... Jóhannes Gr. Jónsson

ÞÖRF Á BARÁTTU GEGN FÁTÆKT

... Hvað þarf ég að bíða lengi eftir því, að þú látir til skara skríða gegn fátækt á Íslandi. Svo ég sé alveg heiðarleg og hreinskilin við þig, þá efast ég stórlega um að þú hafir þurft að leita með betlistaf í hönd til hjálparstofnana á Íslandi, né ættmenn þínir. - Þar skiljast okkar leiðir. Þú nefndir það við mig, í Borgartúni 22, þarna um árið að þér  hugkvæmdist að ráðmenn væru á launum, sem svaraði þremur á móti einum. Hvað reikninglíkan þú áttir við, veit ég ekki. - Þú mátt gjarnan útskýra það fyrir mér nánar. Komið hefur fram sú hugmynd að ráðamenn væru "hæst" á þreföldum  ... Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir, Aðgerðarhóp Háttvirtar Öryrkja.  

SAMA GAMLA SAGAN

Lífeyrissjóðirnir leiðindi skapa ljótt er ástandið hér  Hjá Icelandair sínu hlutafé tapa skerða svo hjá mér. Múgæsingu hér margir dá Þegar mikið er undir Lýðskrum nota lygnir þá og lofa betri stundir. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
JUDITH OG VLADIMIR BJÓÐA Á TÓNLEIKA

JUDITH OG VLADIMIR BJÓÐA Á TÓNLEIKA

Ætli netið hafi nokkurn tímann verið eins fjölbreytt og listrænt og þessa veirufaraldursdaga?  Listamenn koma fram, lesa upp, tónlistarfólk syngur og efnir til tónleika. Ég var á slíkum tónleikum í dag, í þriðja skiptið á stuttum tíma, hjá Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel.   Judith, sem ólst upp í Kópavoginum, varð fiðluséní nánast á barnsaldri og hefur síðan unnið til tónlistarverðlauna víða um lönd. Júdith hefur...

HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... G etur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...