HEFÐU BB OG SIJ NÁÐ PRÓFI Í HÚSMÆÐRASKÓLANUM?
06.05.2020
Kvennalistinn stærði sig af því forðum daga að fylgja hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður. Sú hagfræði byggði á því sem kallað hefur verið heilbrigð skynsemi og því sem húsmæður, sem stýrðu búi sínu, höfðu lært af reynslu eða í námi. Nú fara með fjármálin og samgöngumálin á Íslandi menn sem ég hef miklar efasemdir um að hafi til að bera hyggindi hinnar hagsýnu húsmóður og eftir að hafa hlustað á þá ráðherrana Bjarna Bendiktsson og Sigurð Inga Jóhannsson í fjölmiðlum í dag leyfi ég mér að efast um að þeir hefðu náð prófi ...