Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2020

HANINN OG HEIFTIN

Aldeilis er heiftin í hananum hann skrúfaði frá krananum skáldar mikið fór yfir strikið allur í Samherja vananum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð

FLUGUMENN MAFÍU

Mafíustarfsemin magnast hér, margir færa sanninn. Braskarar athygli beina frá sér, benda á fréttamanninn. ... Kári
FORMGALLAR OG FRELSARAR

FORMGALLAR OG FRELSARAR

...  Skyldi þetta duga til að sefa gagnrýnisraddir? Þetta er aðeins önnur nálgun en sú sem reynd var á Dalvík eftir Namibíuþátt Kveiks. Þá var forstjóri Samherja látinn birtast í kaffistofu fiskverkafólks starfandi hjá fyrirtækinu á Dalvík. Frelsandi faðmurinn var útbreiddur, manni hefði ekki komið á óvart á sjá naglaför í lófum. Verið róleg sagði forstjórinn við starfsfólkið, ég stend með ykkur nú þegar að ykkur er ráðist ...
ÆVAR GENGINN

ÆVAR GENGINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.08.20. ... Það sem ég sennilega er að reyna að segja er að þótt Ævar sé genginn í þeim skilningi sem hér hefur verið lýst þá er verkefnið að sjá til þess að hann gangi aftur – verði afturgenginn. Slíkir reimleikar á útvarpsstöð geta aðeins orðið til góðs  ...

HEIMSVALDASTEFNAN - með meginfókus á þá bandarísku

Nú eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945. Glæpurinn var þá réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geisað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er ...
RAGNHEIÐAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR MINNST

RAGNHEIÐAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR MINNST

Í dag fór fram útför Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur, útvarpsþular með meiru, frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Athöfnin var áhrifarík og verður eftirminnileg eins og Ragnheiður Ásta sjálf. Ég minnist hennar nokkrum orðum í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og fer hún hér á eftir.  Hér á heimasíðu minn hefur Ragnheiður Ásta stundum komið við sögu og fann ég eina slíka tilvísun með leitarvél. Þar segir frá ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FIMM - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Í síðustu grein var endað á 40. gr. raforkutilskipunar 2019/944 ESB, sem er hluti fjórða orkupakkans, en tilskipun þessi er alls 74 lagagreinar. Verður nú þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið  ... Styttist þá óðum í umfjöllun um  Landsreglara ,   hinn nýja „Landstjóra“ ESB á Íslandi í orkumálum . En í b-lið 4. mgr. 57. gr. kemur m.a. fram að Landsreglari   leitar ekki eftir ,   né   tekur við, beinum fyrirmælum frá stjórnvöldum, opinberum eða einkaaðilum, í starfi sínu . Þetta þýðir á mannamáli að Landsreglari er óháður íslenskum stjórnvöldum, leitar ekki eftir né tekur við fyrirmælum þeirra. Hann heyrir beint undir Brussel-valdið ...

SKILURU?

Lækanir, stimlanir, langanir, langvits er allt í klessu. Skólanir, túlanir, skoðanir, skiluru eitthvað af þessu? Kári
LÍTIL STÓRFRÉTT EÐA STÓR SMÁFRÉTT?

LÍTIL STÓRFRÉTT EÐA STÓR SMÁFRÉTT?

Veit ekki alveg hvað á að segja um frétt sem biritst í Morgunblaðinu 17. júlí síðastliðinn og virðist ekki hafa vakið mikla athygli; ekki viss hvort þetta hafi verið stórfrétt að smáfrétt. Hún fjallar um aðgengi að landinu fyrir erlent fólk, hverjir megi koma til Íslands í Covid-fári og hverjir ekki. Og hér voru það einstaklingar utan Schengen sem voru til skoðunar. Þeir mættu ekki koma hingað sem væru einfaldlega að fara í frí. Þar væru engar undantekningar gerðar sagði í fréttinni. Væru þeir í viðskiptaerindum þá gegndi hins vegar öðru máli ...

SAKLAUS SAMHERJI?

Samherji telst saklaus vera færist undan smán Meðan Namibía má tapið bera og mikið arðrán. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.