Fara í efni

Greinasafn

2020

Í GYLLINGU HAUSTSINS, ÞORGERÐUR GOLFAR OG SVO KOMA KOSNINGAR ...

Haustlitir úti gullnir glóa gefur okkur aðra sýn Fljótlega þó fer að snjóa og vetur yfir öllu gín. ... Höf. Pétur Hraunfjörð .
GUÐNI VERÐI Á NÆSTA FUNDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

GUÐNI VERÐI Á NÆSTA FUNDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, mætti Í Bítið á Bylgjunni í gær. Ég mæli með því að á næsta fundi ríkisstjórnarinnar verði þetta viðtal á dagskrá, farsímar verði lagðir til hliðar og ríki þögn þar til viðtalinu lýkur. Síðan verði næsti dgaskrárliður:  Hvernig íslenskur landbúnaður verið reistur við og varinn til frambúðar. Viðtalið er ...
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD BREGÐAST EN EKKI VÍSIR

HEILBRIGÐISYFIRVÖLD BREGÐAST EN EKKI VÍSIR

... Vefmiðillinn Vísir bregst við – þökk sé miðlinum – og vill vita hver hafi látið undanskilja spilakassa banninu og hverju það sæti.  Í svari heilbrigðisráðuneytisins í dag kemur fram að það eru heilbrigðisyfirvöldin sjálf sem að þessu standa !!!  Þetta sé   „í samræmi við minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir … Þá sé það mat ráðuneytisins að smithætta af stökum spilakössum sé ekki meiri en eigi við um margar aðrar aðstæður og  ...
TILLAGA TIL ÞRÍEYKIS

TILLAGA TIL ÞRÍEYKIS

Spilavítum Háskóla Íslands hefur verið lokað tímabundið í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. Samkvæmt því sem fram hefur komið er þetta bann virt og er svo að skilja að allir spilakassar HÍ séu lokaðir nema að fréttir hafa borist af því að nokkrir kassar séu enn opnir á tilteknu veitingahúsi. Íslandsspil sf sem er í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargsr og SÁÁ eru hins vegar enn með alla sína spilakassa opna. Fram hefur komið af hálfu Samtaka áhugafólks um spilafíkn að tilvísun í spilakassa hafi verið fjarlægð úr þeirri reglugerð sem var í gildi síðastliðið vor. Í frétt á vefritinu Vísi kemur fram að Rauði krossinn hafi fyrir sitt leyti bent á að sprittbrúsar séu
SPURNING ÖLMU

SPURNING ÖLMU

Fyrir helgina birtist viðtal við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur, formann  Samtaka áhugafólks um spilafíkn,   á vefmiðlinum Vísi. Þar spyr hún hvers vegna orðið spilakassi hafi verið tekið út úr reglugerð um lokun spilasala.   Eins og menn muna var spilasölum seint og um síðir lokað í aðhaldsaðgerðum stjórnvalda síðastliðið vor.   Þrátt fyrir ákall um að opna þá ekki á ný var það þó gert og viritist engin áhrif hafa á Alþingi og ríkisstjórn að  ...

STJÚPAN, AMMAN OG SPEGILL ÓLÍNU

Stjúpan illa stundar fát staðreyndum nú flettu Úlfurinn hana ömmu át og tældi rauðu Hettu. Í björgunarhring er skugga Baldur og bókin þakkar verð Ólína elítunni umhugsun veldur að laga þjóðfélagsgerð Höf. Pétur Hraunfjörð.
STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.10.20. Þegar kenna átti börnum fyrr á tíð að hætta sér ekki á ókunnar varasamar slóðir, til dæmis fara ekki langt inn í myrkan skóg þar sem vargdýr og óvættir héldu sig, þá voru þeim stundum sögð óhugnanleg ævintýri til að vara þau við hættunum: Sjáið hvað henti Rauðhettu litlu. Úlfur át ömmu hennar og vildi éta hana sjálfa líka. Sagan af vondu stjúpunni og Mjallhvíti er langsóttari, en ég get mér þess til að ...
JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

Þegar Jón Karl Stefánsson skrifar þá hlusta ég. Ekki vegna þess að hann tali sérlega hátt heldur vegna þess að hann á jafnan erindi við lesendur þegar hann skrifar. Og erindið við okkur í grein sem hann nú birtir hér á síðunni er að honum finnst ekki vera hlustað sem skyldi á áhættuhópa og fólkið sem starfar á gólfinu í umræðu og aðgerðum gegn Kóvid. Jón Karl fjallar sérstaklega um ...  

SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa. Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...  

MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er  yfirþjóðlegur réttur   (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar ( sui generis ) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...