Fara í efni

Greinasafn

Maí 2021

KALT ER VORIÐ

Veðurfar hér virðist kalt við þurfum meiri hita Vorið og sólin útum allt vont þó úti að strita. Nú lífsánægjan lifnar við og léttir okkur sporið loksins loksins fáum frið  fyrir Cóvid þetta vorið. Bjarni öllum býður í mat bætir á skuldafenið. En landinn á sig étur gat og losar ferðaslenið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER)

Undanfarin misseri hefur mátt greina eðlilegar og fyllilega réttmætar áhyggjur sumra vegna framsals á íslensku ríkisvaldi sem felst í innleiðingu orkupakka þrjú í íslenskan rétt. Margir gera sér æ betur ljóst að ekki er bæði hægt, á sama tíma, að eiga kökuna og éta hana. Innan um í umræðunni má einnig greina raddir fólks sem er víðsfjarri raunveruleikanum. Það á bæði við um fólk á Alþingi og utan þess. Björn Leví Gunnarsson er í hópi þeirra þingmanna sem botna ekkert í málinu. Sennilega er þar bæði um að kenna skilningsskorti og þekkingarskorti [eða skilningsskorti sem leiðir af þekkingarskorti]. Á heimasíðu Orkunnar okkar er t.a.m. rætt um þróun mála í Noregi ...  

"ARABAVANDAMÁLIÐ"

Íslensk stjórnvöld voru einhuga um fyrir stríð, að “vernda þjóðina”gegn “ Gyðingavandamálinu”, leituðu fáa Gyðinga uppi sem hér höfðu guðað á glugga, sendu úr landi án umsvifa. Söm var afstaða danskra stjórnvalda sem ekki vildu styggja þýska valdið, Gyðingar á flótta reknir umvörpum aftur til Þýskalands. Eftir þýskt her- nám Danmerkur tókst hetjum þó að smygla flóttamönnum þaðan til Svíþjóðar, lögðu líf sitt að veði !  Hræsnin varð ógeðfelld eftir stríð, þá “ bandamenn” þóttust enga hug-mynd hafa um helför nasísta, dráp á milljónum gyðinga ! Urðu mjög “ hissa”, þegar glæpnum varð ekki lengur leynt, við og eftir stríðslok. Nú blasir við önnur harmsagan. Fyrrum ofsóttir Gyðingar, ríki þeirra, Israel, nýtir nú þar  ...
EF VIÐ VÆRUM Á VENJULEGUM STAÐ

EF VIÐ VÆRUM Á VENJULEGUM STAÐ

Ég held ég verði að taka smá tilhlaup áður en ég segi hug minn til bókar Juans Villalobos(ar) sem Angustúra gefur út. Bókin heitir   Ef við værum á venjulegum stað,   sem náttúrlega er ekki neinn venjulegur bókartitill.   En aftur að tilhlaupinu. Það hefst í samtali um veggjakrot sem ég átti fyrir nokkrum árum við argentínska baráttukonu fyrir mannréttindum. Ég sagði að fátt réði ég eins illa við og að halda yfirvegaðri ró frammi fyrir veggjakroti. Hvort sem væri á ...

UPPRISUR VAÐALAÁÆTLANA

Vaðlaáætlun 2009 var sögð 5.5 ma. Var þrepafærð upp í 8.7 ma gagnvart Alþingi 2011/2012 um kostnað / lánsþörf VHG hf. Strax 2013 kom þó 11.5 áætluð útgáfa, þá 2.8 ma viðbót. 14,3 ma áætlun kom á borð Alþingis 2017, samþykkt 5.6 ma aukning frá 2012 um lánveitingar ríkis til VHG hf eða 64% viðbót í krónum talið. Í upphafi árs 2018 sló VHG hf enn fram hækkaðri áætlun,

SKERÐING FULLVELDIS ÍSLANDS OG ÓSKIPTAR VALDHEIMILDIR ESB - ER NAFTA RAUNHÆFUR VALKOSTUR? -

Þegar ljóst er orðið að systurflokkarnir, Viðreisn og Samfylking, tala einum rómi um aðild að Evrópusambandinu er rétt að skoða málin í öðru og víðara samhengi. Jafnmikið og sumir lofa aðild Ísland að EES, og innri markaði ESB, er ljós að það samband hefur þróast öðruvísi en æskilegt hefði verið fyrir íslenska hagsmuni [að ógleymdum breskum hagsmunum]. Óhófleg miðstýring einkennir ESB öðru fremur. Allt lagaverkið ber þess glöggt vitni. Samræming og einsleitni með tilheyrandi flatneskju (á sama tíma og sumir stuðningsmenn lofa „fjölbreytileikann“) er alls ráðandi, jafnt í ...
ÞEGAR RÍKISSTJÓRN BÝÐUR ÞJÓÐ Í MAT

ÞEGAR RÍKISSTJÓRN BÝÐUR ÞJÓÐ Í MAT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.05.21. Þetta kom upp í hugann þegar ferðamálaráðherrann sagði í fréttum fyrir fáeinum dögum að ríkisstjórnin væri að íhuga að bjóða okkur öllum í mat að nýju. Endurtaka mataborðið frá í vor, svo vel heppnað hafi það verið. Ávísun sem við öll fengum þá til að hafa upp í matarreikning á veitingastað eða gistingu á hóteli hefði gert tvennt í senn ...

BANKASALAN

Engeyingarnir um sig sjá Það sér hver kjaftur Íslandsbanka vilja víst fá vandræðin ganga aftur. Hér blaðurskjóðan Brynjar N bullar heilt um mál og menn En kosningarnar koma senn þá kallinn tæplega situr enn.  Höf. Pétur Hraunfjörð.

BIÐIN EFTIR VAÐLA-GODDOT

...  Söludagur hugmyndar um Vaðla- brask er auðvitað löngu útrunninn. Absúrd er form einkaeignar VHG hf á einu dýrasta vegamannvirki ríkisins sem allt er kostað með almannafé og ber því sæmdarheiti, þjóðvegur. Ennþá er þó beðið eftir yfirtöku braskara. Ennþá blasir við absúrd skráð “einkeign” á þjóðareign. Svo viðkvæmt er fíflaspil þetta stjórn- kerfinu, að skammarþöggun er ásett. Lekritið er þó enn á fjölum, fáráðlegt, absúrd delluspilið langa ...
KAFLASKIL KOLBEINN

KAFLASKIL KOLBEINN

Fréttir af því að nú eigi að gera ekki bara kostnaðaráætlun heldur einnig verkáætlun um að hreinsa og flytja á brott spilliefni sem legið hafa í jörðu í Heiðarfjalli á Langanesi frá þeim tíma sem Bandaríkjaher sat þar í hreiðri þar til fyrir hálfri öld.  Á málið hefur verið þrýst á undanförnum árum og með vaxandi þunga þar til nú að hyllir undir lyktir þessa máls. Það er mikið gleðiefni og ...