Fara í efni

Greinasafn

2022

EKKI HVERJIR KEYPTU HELDUR HVERJIR SELDU

Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ... Sunna Sara

SPILAKASSAR: HVAÐ SEGJA HINIR FLOKKARNIR?

Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka. Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu

GULLFISKAMINNI

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ... Jóhannes Gr. Jónsson

ÁRÁSIN Á BANKA ALMENNINGS

Hér veröld ríkra virða má víst er ágætt djobbið En upp fyrir enni nefin ná og ekki vantar snobbið. Allir virðast vera með skrekk viðvörunar bjöllur klingja Að selja bankana trekk í trek til útvaldra uppvakninga. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
SIGURÐUR INGI FRAMMI FYRIR SPILLINGU HEIMSINS

SIGURÐUR INGI FRAMMI FYRIR SPILLINGU HEIMSINS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.04.22. Fyrir mína kynslóð ætti það að vera algerlega óásættanegt að skila veröldinni verri en hún var þegar við fæddumst í þennan heim. Það er þó að gerast. En er of seint í rassinn gripið að bæta úr? Kynslóð fædd um miðja síðustu öld á ekki svo langt eftir. Ég er samt sannfærður um að ekki sé öll von úti enn því eins mótsagnakennt og það kann að hljóma leynist sprengikraftur í tímaleysinu. Nokkur orð um þetta ...
HVAÐ ER VEL HEPPNUÐ BANKASALA?

HVAÐ ER VEL HEPPNUÐ BANKASALA?

... Á Alþingi studdu nær allir þessa sölu. Það er bara að þessi mátti ekki kaupa og ekki hinn. Í ljós kom nefinlega að gamlir kunningjar voru á ferðinni, lumuðu á góðum fúlgum til fjárfestinga sem svo aftur færðu þeim á örskotsstundu milljónir og mjilljónatugi í gróða þegar undirverðið tók að nálgast markaðsvirði bréfanna. Allt eins og áður. Út á þetta og nákvæmlega þetta gengur leikurinn, koma banka úr almannaeign til fjárfesta, helst erlendra sagði fjármálaráðherrann...

UM HORNA- OG HALAVÖXT

...  Óljóst er hverjar svikasakir voru bornar á útlægan Andskota forðum. Ráð er að taka dóminn upp, finna leið sátta. Færa Djöfsa upp til fyrra embættis í Guðsríki, banna slaufun og einelti gegn honum. Gera hann að bættum engli, þótt meðferð kosti. Við slíka sátt lýkur því Miklastríðinu, en við það missa þó krossmenn spón úr aski og aðrir kjörnir stríðsmenn. Mikjáll stríðsengill missir embættið ...
TIL FYRIRMYNDAR: EN HVAÐ GERA ÖNNUR FRAMBOÐ?

TIL FYRIRMYNDAR: EN HVAÐ GERA ÖNNUR FRAMBOÐ?

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins vill að Reykajvíkurborg verði spilakassaluas. Í frétt  Fréttablaðsins   segir meðal annars um tillögu Sönnu Magdalenu:  “Lagt er til að borgin nýti allar þær að­ferðir sem hægt er til að koma spila­kössunum úr borginni og þrýsti á ríkið að koma á nauð­syn­legum breytingum til að stöðva rekstur þeirra.”  Hér er ...

RÚSSNESK ÖRYGGISMÁLASTEFNA FRÁ LENÍN TIL PÚTÍNS

Einkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum.  Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...
HREINSAÐ TIL AFTUR Í TÍMANN

HREINSAÐ TIL AFTUR Í TÍMANN

Smám saman er að renna upp fyrir fólki að það eru ekki aðeins Rússar sem beita ritskoðun. Það gera NATÓ ríkin líka með góðri aðstoð “samfélagsmiðla” sem eru á vaktinni gagnvart “plat fréttum”. Það á til dæmis við um “platfréttamanninn” Chris Hedges sem er nú ekki meiri platfréttamaður en svo að 2002 var hann í teymi New York Times sem ,,,