Fara í efni

Greinasafn

2022

Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í SAMRÆÐU VIÐ ARNAR ÞÓR UM ATLÖGUNA AÐ LÝÐRÆÐINU

Í dag fékk Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður mig í spjall í útvarpsþætti sem hann stýrir á  Útvarpi Sögu.   Margt bar á góma, alþjóðavæðing fjármagnsins og atlaga þess gegn lýðræðinu var á meðal annars tekin til umræðu og að sjálfsögðu   Rauði þráðurinn , nýtgefin bók mín þar sem þessi mál eru til skoðunar. Hlýða má á samtal okkar hér ...
ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

ÖRLÆTI  LYFTIR ANDANUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.01.22. ... Í viðtölum við fjölmiðla sagði Katrín Þorvaldsdóttir, fyrir hönd erfingja dánarbúsins, að foreldrar sínir hefðu gert sér grein fyrir því frá upphafi að þau væru að safna listaverkum fyrir íslensku þjóðina eins og þeir sem söfnuðu íslensku handritunum svo að þjóðin gæti notið þeirra um ókomna tíð. Hvílíkur minnisvarði um stórhug!En minnisvarða reisti Þorvaldur einnig með  ...
JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

JÓLABÓK ÓVENJU SNEMMA Á FERÐINNI (1)

 ... Ég svaraði því til að þetta lýsti mikilli fyrirhyggju. Þessi fyrsta bók á árinu gæti að sjálfögðu átt eftir að verða jólabók, að vísu ekki bók síðustu jóla, heldur þeirra næstu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið fyrir jólin 2022. Án grins þá er það svo að fyrsta sending   Rauða þráðarins   er komin í verslanir en er við það að seljast upp á fyrstu metrunum. Víða uppseld en sums staðar eru enn til eintök – að því að mér er sagt. Önnur sending er á leiðinni.

HIÐ NÝJA „RÉTTARFAR“

Í umræðum bíta nú engin rök, eru margir slægir. Ekki þarf lengur að sanna sök, söguburður nægir.   Forðastu nöldur og fánýtt kíf, flugelda, dópið og vín. Eigirðu gefandi andans líf, einsemd nær ekki til þín. ... Kári
VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

Ég hafði mikla ánægju af því að ræða við útvarpsmanninn Atla Má Steinarsson um þáttaröðina  Verbúðina   sem þessar vikurnar er sýnd í Sjónvarpinu. Ég var fenginn í viðtalið til að fjalla um verkfall BSRB 1984 og almennt um átök á vinnumarkaði á níunda áratug síðustu aldar.  Grundvallarspurning Atla Más var hversu trúverðug   Verbúðin   væri að mínu mati hvað varðar ...
HUGLEIÐINGAR UM FLUGELDA OG SPILAVÍTI

HUGLEIÐINGAR UM FLUGELDA OG SPILAVÍTI

...  Ég er mikill stuðningsmaður björgunarsveitanna, tek þátt í öllum söfnunum þeirra, gef allar dósir og flöskur þeim til styrktar, sprengi á áramótum en harma hins vegar að Landsbjörg láti ekki af siðlausum rekstri spilakassa. Gæti þetta orðið árið sem Landsbjörg sæi að sér?  Um jólin varð nokkur umræða um spilavítin, meðal annars í   vísi.is   og í   Bítinu á Bylgjunni   þar sem ég sat fyrir svörum ...:

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst hjá Bjarna, Sigga og Kötu Um samruna ég heyrði tíst enda samhent á ríkis jötu. Æ ráðherra ansi illa fór undir mikilli pressu þegar flónið Willum Þór féll á Þorláksmessu. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
BJÖRGVIN MAGNÚSSON KVADDUR

BJÖRGVIN MAGNÚSSON KVADDUR

Björgvin Magnússon var kvaddur frá Gafarvogskirkju miðvikudaginn 22. desember síðastliðinn. Skólastjórinn, æskulýðsfrömuðurinn og ættfaðirinn hafði undirbúið jarðarför sína í minnstu smáatriðum. Engin minningarorð áttu að vera um hann sjálfan heldur skyldi lesin hugvekja, eins konar ákall til okkar allra að leggja rækt við hið góða í tilverunni. Ekki héldu skipuleggjendur útfararinnar sig að öllu leyti við forskrift gamla skátaforingjans en þó að uppistöðu til.  Úr jarðarförinni komum við tvíefld og bjartsýnni en þegar við stigum inn í kirkjuna. Þannig átti  ...

DRAUMUR EÐA MARTRÖÐ?

Eru allir búnir að gleyma að heilbrigðisráðherra vildi opna spilavíti í Öskjuhlíð? ... Heimir Guðjónson

HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda,  með gríðarlegum hækkunum , kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í  ...