Fara í efni

Greinasafn

2022

EITURLYF OG ENDURSKILGREININGAR

...   Flokkar á Alþingi sem einkennast af málefnafátækt sjá helstu sóknarfæri sín í því að útbreiða eiturlyf [auka aðgengi] og troða íslenskri þjóð inn í Evrópusambandið. Þegar fólk hefur gefist upp við stjórn landsmálanna, og í baráttunni við þjóðfélagsógn eins og eiturlyf, er ekkert eftir nema játa „ósigur“, soga „nokkrar línur“ upp í nefið á sér, og ganga í evrópskt ríkjasamband ...
TRUFLANDI GAGNRÝNI TRUFLUÐ

TRUFLANDI GAGNRÝNI TRUFLUÐ

Fyrir nokkrum dögum birtust frá  Declassified UK   og á   Intercept   leynilegar skýrslur frá árinu 2019 úr breska utanríkisráðuneytinu um hvernig bæri að taka á gagnrýni sem fram kom á þeim tíma á samstarf breskra stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld um framsal á Julian Assange, stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Meintar njósnir Assange og Wikileaks fólust  sem kunnugt er í því að hafa komið á framfæri við fjölmiðla upplýsingum meðal annars um stríðsglæpi Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra. Í byrjun árs 2019 hafði breska stjórnin  ...
ÞAÐ Á AÐ SEGJA ÖLLLUM SATT UM NATÓ LÍKA BÖRNUM

ÞAÐ Á AÐ SEGJA ÖLLLUM SATT UM NATÓ LÍKA BÖRNUM

Umræðan um innrásina í Úkraínu er smám saman að taka breytingum þótt enn séu þeir sem leyfa sér að setja málin í sögulegt samhengi, leita skýringa og lausna annarra en að stigmagna stríðsátök, sakaðir um meðvirkni með rússneska innrásarliðinu. Ágætt innlegg í umræðuna var Silfrið á Ríkisútvarpinu sunnudaginn 20. mars þar sem rætt var um viðskiptaþvinganir, auðlindir og síðan botnað með ...

IMPERÍALISMI OG IÐRAKVEF HANS

...  “ War is over” heyrist stndum sönglað glaðlega, en á sama tíma er lagt á ráðin um ný helvísk stríð. Hald sumra er að upplýsingabylting sé fosenda friðar. Þá ber að gæta að því hverjir stýra tæknimiðlum, móta þannig hugarheim manna, en þar að baki leynast kaldrifjuð öfl ...

BJARNI OG BANKASALAN

Afsláttinn þeir allir fengu auðvitað í skjóli nætur Þar vinirnir víst fyrir gengu en gjafmildina þjóðin grætur. Gjafmildin ei gladdi landann græðgina jú sjáum þarna Djúpt nú skulum draga andann og losa okkur við Bjarna. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
MINNINGARORÐ UM ÞORSTEIN J. ÓSKARSSON

MINNINGARORÐ UM ÞORSTEIN J. ÓSKARSSON

Síðastliðinn fimmtudag fór fram útför gamals vinar míns, Þorsteins J. Óskarssonar. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur útförina því ég var þá og er enn staddur utan lands. Ég fékk hins vegar birta minningargrein í Morgunblaðinu og birti ég hana hér: ...
ÉG SKIL ÞAU EN OKKUR SKIL ÉG SÍÐUR

ÉG SKIL ÞAU EN OKKUR SKIL ÉG SÍÐUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/7.03.22. Íslendingar stæra sig iðulega af því að vera herlaus þjóð – og friðsöm er gjarnan bætt við. Herlaus þjóð sem sendir annarra þjóða ungmenni á vígvöll er varla til að bera virðingu fyrir. Reyndar erum við að færast nær því að vera hvorki friðsöm þjóð né herlaus því áralöng þátttaka Íslendinga í hernámi Afganistans, sem skildi það land eftir í fullkominni rúst, var bein þátttaka í hernaðarsamvinnu og aukin hernaðarumsvif á Keflvíkurflugvelli eru að sjálfsögðu af sama toga. Fundir á vettvangi NATÓ og yfirlýsingar ...
SJÁLFBÆRNI Í RUSLI

SJÁLFBÆRNI Í RUSLI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.03.22. Charles Darwin, höfundur þróunarkenningarinnar átti börn, sem aftur áttu börn og koll af kolli. Þannig varð til Felix John Padel, langa- langafabarn Darwins. Það sem þeir áttu sameiginlegt langa- langafinn og langa- langafabarnið var að þeir  ... 
ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?

ÍSLAND Í NATÓ OG HER UM KJURRT?

Birtist í Fréttablaðinu 09.03.22. Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Þótti mörgum nóg um þá hernaðaruppbyggingu sem þegar hafði verið heimiluð af hálfu íslenskra stjórnvalda en nú skal enn bætt í svo um munar. Og sem táknrænan gjörning ...

STAÐGENGILSSTRÍÐ RÚSSA OG NATO

Hverjir eru stríðsaðilar í Úkraínu og um hvað berjast þeir? Joe Biden og Jens Stoltenberg   hafa undanfarin misseri talað um að heimsátökin nú um stundir snúist um „gildi“, um lýðræði gegn einræði. Og nú vellur þetta upp úr öðrum hverjum manni. Líklega er það rétt að Rússar hafi loksins lært hin "vestrænu gildi" Bandaríkjanna sem hafa frá stríðslokum framkvæmt 55 vopnaðar innrásir í önnur lönd og náð að steypa stjórnvöldum í 36 af þeim skiptum. Eftir að Kalda stríðinu lauk hefur sú íhlutunarstefna stórversnað. Og það hefur verið óháð því hvaða flokkur fór með völdin í Washington, og lítt háð stjórnmálaviðhorfi forsetans ...