Fara í efni
Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI UM KÚRDA EN GLEYMDI ISIS

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI UM KÚRDA EN GLEYMDI ISIS

... Í morgun var ég gestur í morgunþætti Bylgjunnar hjá þeim Heimi og Gulla að fjalla um yfirvofandi árás Tyrkja á Kúrda í Rojava í norðanverðu Sýrlandi. Ég er staddur elendis þannig að samtalið fór fram í síma ... Einu gleymdi ég í samtalinu í morgun og það er að minnast á fasistahreyfinguna ISS. Í þann veginn sem Kúrdum er að takast að  ...
VLADIMIR Á TÓNLEIKUM Á FÖSTUDAG

VLADIMIR Á TÓNLEIKUM Á FÖSTUDAG

Það er ekki einvörðungu vegna persónulegra kynna að mér þykir það jafnan vera tilhlökkunarefni þegar píanóleikarinn, Vladimir Stoupel, leggur leið sína til Íslands, heldur einnig vegna þess hve ég nýt þess að sækja tónleika þessa heimskunna listamanns. Og að sjálfsögðu vil ég að sem flestir fái notið. Næstkomandi föstudag, 11. október, heldur hann tónleika í MÍT salnum klukkan 19:30. Eftrifarandi er úr ...
PAIX JUSTE Í LÚXEMBORG

PAIX JUSTE Í LÚXEMBORG

Ráðstefna sem ég sótti í Lúxemborg í gær,   laugardaginn 5. október, undir heitinu Réttlátur friður, Paix juste, stóð undir væntingum og reyndist bæði fróðleg og gefandi. Viðfangsefnið var nútið og framtíð í Ísrael og Palestínu, hver væri staðan og hvert stefndi. Á dagskrá ráðstefnunnar voru á annan tug ræðumanna og þátttakenda í pallborðsumræðum, bæði Ísraelar og Palestínumenn. Það var þó heimamaður í Lúxemborg sem reið á vaðið því Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar ...
EKIÐ EFTIR MIKLUBRAUTINNI FRÁ AMSTERDAM TIL LÚBEMBORGAR TIL AÐ FINNA FRIÐINN

EKIÐ EFTIR MIKLUBRAUTINNI FRÁ AMSTERDAM TIL LÚBEMBORGAR TIL AÐ FINNA FRIÐINN

Ég er kominn til Lúxemborgar þeirra erinda að sækja ráðstefnu um réttlátan frið í Palestínu.   Paix Juste   – Rettlátur friður - heita nefnilega samtökin, sem ásamt ýmsum öðrum grasrótarsmtökum, standa að fundi í dag (laugardag) um Palestínu og framtíðarhorfur þar. Á meðal þeirra sem tala á ráðstefnunni er Gideon Levy, margverðlaunaður dálkahöfundur hjá ísraelska fréttablaðinu Haaretz. Á dagskránni eru einnig Palestínumenn sem þekkja gerla til ...
SIGURÐUR INGI: NÆSTA SJÚKRAHÚS Á KELDUM(?)!

SIGURÐUR INGI: NÆSTA SJÚKRAHÚS Á KELDUM(?)!

Það gladdi hjarta mitt að sjá að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, skyldi lýsa því yfir þegar kynntur var samgöngu-“sáttmálinn” margrómaður, að hann teldi líkur á að næsta sjúkrahús verði reist á Keldnalandinu, sem ríkið er hins vegar, illu heilli, í þann veginn að selja frá sér í hendur Reykjavíkurborgar svo reisa megi þar íbúðir fyrir þá sem njóta munu annars meints sáttmála, “lífskjarasáttmálans”, í bílalausu íbúðahverfi. Samgönguráðherra sagði að hvort tveggja gæti lifað með hinu ...

UM ALÞINGIMENN, RÁÐHERRA OG HRUNVERJA

Innri manninn oftar tel, Alþingis í liði. Ljúga, brosa, láta vel, leika mannasiði. ... Kári

RÉÐI GUTTANN OG SENDI PUTTANN

Áslaug valdi aflagðan Hrein ákveðin réði guttann Hún vildi sýnast í baki bein og senda Davíð puttann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar. Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem  ...

BRASKARAR SKULU ÞEIR HEITA

Sæll Ögmunur. Bestu þakkir fyrir snjalla grein í Mogga í dag.   Það gladdi mitt gamla hjarta að kalla þá heilögu stétt, sem í dag kalla sig fjárfesta, braskara. Þetta gamla nafn þyrfti að endurreisa. Bestu kveðjur, Ól.Bj.