Fara í efni
LYGAFRÉTTIR UM EFNAVOPNA-ÁRÁS AFHJÚPAÐAR

LYGAFRÉTTIR UM EFNAVOPNA-ÁRÁS AFHJÚPAÐAR

Hinn 14. apríl í fyrra gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland - undir merkjum NATÓ - eldflaugaárás á Sýrland til að hefna meintrar efnavopnaárásar Sýrlandsstjórnar á eigin þegna viku áður.  Fljótlega kom á daginn að málatilbúnaður NATÓ byggði á uppspuna.   Enn er verið að rannsaka málið en nú bregður svo við að vitni sem leidd voru fram í vestrænum fjölmiðlum á sínum tíma, mállaus og óafvitandi um aðstæður, eru ekki tekin lengur alvarlega hjá sömu fjölmiðlum þegar þau hafa fengið málið og séð hvernig þau voru misnotuð til að spinna upp lygavef ...  

TARZAN TÓK Á REGLUGERÐUNUM

Heltekinn var og í höndum gnast, hörkuna vart munum slíka. Tarzan á búnkanum tók svo fast, að tætarinn brotnaði líka. Kári

ERTU SAMMÁLA VG UM SAMKEPPNISSTOFNUN ÖGMUNDUR?

Í grein þinni um Tarzan og Jane segist þú ekki ætla   “að mæta í útför Samkeppnisstofnunar – fari hún fram; þeirrar stofnunar sem sektaði Bændasamtökin fyrir að hafa stuðlað að ólöglegu samráði bænda með því að skapa þeim vettvang á þingi sínu að ræða verðlag landbúnaðarvara! Enda Samkeppnisstofnun alla tíð sérstaklega uppsigað við allt sem minnir á samvinnu og samvinnurekstur. Gott ef sektin nam ekki þrjátíu milljónum króna ...”  Þarna er ég þér sammála Ögmundur. En nú gerist það – eins og við var að búast (því miður) - að VG ... Jóhannes Gr.   Jónsson
HVERT SÆKJA TARZAN OG JANE ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA FYRIRMYNDIR?

HVERT SÆKJA TARZAN OG JANE ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA FYRIRMYNDIR?

  ... Kristján Þór sagði þær vera yfir þúsund reglugerðirnar sem nú færu á haugana og gott ef þær höfðu ekki verið viktaðar, væntanlega upp á seinni tíma samanburð. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt okkur frá sinni pólitísku sýn, að hlutverk sitt væri að “passa að að ríkið sé ekki fyrir.” Enda væru umsvif hins opinbera “kæfandi” og “skila engu.” Við sem héldum að stjórnmálamenn væru kosnir til að hafa uppbyggjandi áhrif ...

AFREGLUN - ALÞINGI ÓÞARFT?

Eyðileggjum innlend lög, Íslands blómstri klíka. Kristján finnur keðjusög, klippur held ég líka. ... Kári
ÞJÓÐIN GÆTI HÓFS Í VEIKINDUM

ÞJÓÐIN GÆTI HÓFS Í VEIKINDUM

Stjórnmálamenn gagnrýna stjórnendur Landspítalans fyrir að halda sig ekki innan fjárlaga. Ekki er annað að heyra en að þeim finnist reiði sín vera réttlát. Meira að segja svo mjög að þeim sé óhætt að setja svoldinn hneykslunartón í orð sín. Muna greinilega ekki að sjálfir hafa þeir hækkað fjárframlög til eigin starfsliðs um mörg hundruð milljónir. Þá voru allir þingmenn sammála. Enginn hallarekstur á Alþingi. Fjölmiðlafólk tekur við boltanum frá þingmönnum og ...

TVÆR LJÓSMYNDIR OG EINFÖLDUN REGLUVERKSINS

Í Morgunblaðinu í dag, þann 21. október, er frétt um „einföldun regluverksins“. Með fréttinni fylgja myndir af tveimur ráðherrum. Myndirnar vekja strax upp minningar um aðra mynd, frá Bandaríkjunum. Skoðum þessar myndir betur ...
HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

Fyrir nokkru birti ég grein þar sem ég varaði við “aflátsbréfum” okkar samtíðar og líkti þar áróðri flugfélaga og olíufélaga fyrir aukinni neyslu - fljúga meira keyra meira - við sölumennsku kaþólsku kirkjunnar á 16. öld þegar menn gátu keypt kvittun fyrir því að allar syndir þeirra væru fyrirgefnar - þess vegna óhætt að syndga áfram. Útkoman úr aflátsbréfasölu samtímans gæti orðið sú að víðernum Íslands yrði stefnt í hættu svo ákafir yrðu ferðalangarnir í að kaupa sér sálarró – og góða samvisku ... Jákvæður vilji fólks til að rísa upp til varnar náttúrunni er vandmeðfarinn og er grundvallaratriði að skynsemi og dómgreind fylgi með í pakkanum. Til þess er jú barist að ...
EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

Fyrr í mánuðinum var opnuð yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur í Listasafni Íslands. Mun hún standa fram yfir áramótin, til 26. janúar. Samhliða sýngunni, sem ber heitið   Eintal,   er gefin út bók um listakonuna og er hún prýdd myndum af verkum hennar ásamt upplýsingum og skýringum. Við opnun sýningarinnar kom greinilega fram að Knútur Bruun, sem listamenn og listunnendur þekkja af mikilli atorku og brennandi áhuga á myndlistinni um áratugaskeið, hefur verið   ...
TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

Sú alþjóðastofnun sem fer með eftirlit með notkun bannaðra efnavopna, The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW) , rannsakar nú hvort tyrkneski innrásarherinn í Sýrlandi hafi beitt slíkum vopnum. Þykir margt benda til þess að svo hafi verið ... Hálf dapurlegt þykir mér þegar menn láta það villa um fyrir sér að Bandaríkin hafi átt tímabundna samleið með Kúrdum í Norður-Sýrlandi og ætla jafnvel Kúrdum að ganga erinda þeirra. Þetta er eins fráleitt og hugsast má. Það þekki ég af ...