
BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?
17.11.2019
Hinn níunda nóvember, þegar menn minntust þess að 30 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins, flutti ég erindi á ráðstefnu sem Institute of Cultural Diplomacy , ICD, efndi til í Berlín. Í erindinu vék ég að frelsinu sem menn fögnuðu fyrir 30 árum – tjáningarfrelsi, frelsi til frjálsrar farar … og spurði hvar við værum nú stödd í því samhengi. Hvað segja menn til dæmis um aðförina að Julian Assange og Wikileaks? ...