14.07.2019
Ögmundur Jónasson
Í vikunni hef ég verið á ferð á svæðinu við Bodensee í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði, merki um rótgróna menningu Mið-Evrópu hvarvetna að sjá – og landið yndislegt, tindar Alpanna víða sýnilegir, akrar, skóglendi, hæðótt land og slétt ber fyrir augu þegar ekið er um glettilega mjóa sveitavegina. Þegar umferðin var mikil hægði á henni þannig að bílalestirnar siluðust áfram. Svo rættist úr og hraðinn varð skaplegur. Svipað og á íslenskum vegum, hægagangur á almestu annatímum en síðan greiðfært. Ég ákvað að segja engum frá þeim Jóni Gunnarssyni fyrrum samgönguráðherra og Sigurði Inga núverandi samgönguráðherra sem eiga lausn ...