ENN UM WIKILEAKS OG UMRÆÐU UM HEIMSVALDASTEFNU
26.06.2019
Talsverðar umræður hafa spunnist víðs vegar um heiminn um kröfu Bandaríkjamanna um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem honum verði stefnt fyrir njósnir. Eins og fram hefur komið á hér á síðunni fór ég til London fyrr í mánuðinum til að sitja fyrir svörum hjá Press Association í London ásamt Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks og lögfræðingum Wikileaks, um málareksturinn á hendur honum. Þessu greindi ég frá ... Í ofangreindri frásögn kom einnig fram að ég tók þar þátti í fundi ásamt fleirum undir yfirskriftinni Imperialism on Trial ...