INNLEIÐING ORKUPAKKA 3 KEMUR ÍSLENSKUM NEYTENDUM AÐ ENGU GAGNI EN ÞJÓNAR HAGSMUNUM FJÁRGLÆFRAMANNA
08.05.2019
Eftir að hafa horft á Silfrið á RUV í morgun er betur ljóst en áður að sumir þingmenn leggja mjög sérkennilegan skilning í hugtökin „neytendavernd“, „samkeppni“ og „frjáls markaður“. Sumt af þessu fólki virðist telja að það sé á sama tíma hægt að markaðsvæða og stjórna því hver fær að keppa á sama markaði. Rétt að fólk geri sér ljóst, að eftir að búið er að samþykkja ákveðna markaðsvæðingu, með innleiðingu tilskipana og reglugerða þar að lútandi, gilda reglur Evrópuréttar um viðkomandi starfsemi. Það er ekki hægt á sama tíma að gangast undir ákveðnar reglur en ætla sér líka að hafa fulla stjórn á málum eftir að reglurnar hafa verið innleiddar. Þannig virkar þetta ekki ...