Fara í efni

GELDING STJÓRNMÁLANNA OG TVÍSKIPT ELÍTA

Í orkupökkunum er fjórfrelsi ESB innleitt í íslenska orkugeirann og þær reglur ýta til hliðar íslenskri orkulöggjöf. Í lögum sem afnema frystiskyldu á hráu kjöti er fjórfrelsið líka innleitt og ýtir til hliðar íslenskum fyrirvörum og íslenskri matvælalöggjöf. Íslenska stjórnmálastéttin er sameinuð um þetta að undanateknum Miðflokknum (og Flokki fólksins í orkupakkamáli). Í utanríkismálum undafarin ár hefur íslenska stjórnmálastéttin verið algerlega sameinuð í einni blokk: í refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum, flugskeytaárásum BNA & co á Damaskus, NATO-æfingunni Trident Juncture á Íslandi ...

BJÁNI LEIÐIR BLINDAN

Bjánar leiða blinda hér elítan bíður rakkann Meirihlutinn miljónir sér  og velur orkupakkann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

Í HVERS UMBOÐI?

Bandarískir verðir halda uppi eftirliti á íslandi! Í krafti hvaða laga er þetta gert? Hafa íslensk stjórnvöld samþykkt þetta og þá hvenær og hvernig? ...  Magni
BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

BSRB OG ASÍ VILJA GEFA MAMMON FRÍ

Fréttablaðið greindi frá því fyrir fáeinum dögum að ASÍ og BSRB leggist gegn frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið. Frumvarpið er þrengjandi. Þrengir að launafólki og þeirri viðleitni að halda alla vega nokkrum andartökum á árinu þar sem fjölskyldur geta verið saman án þess að einhverjir séu að vinna. Eins og alltaf eru einhver sem þurfa að vinna, einfaldlega vegna þess að þau gegna slíkum störfum að án þeirra gætum við varla verið, heilbrgðisþjónustan og löggæslan eru dæmi þar um og vissulega hefur ferðamennskan fært þessi landamæri út og við því er lítið að gera en framhjá því verður á hinn bóginn ekki horft að  ...
FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

FRÆÐANDI DÆMI FRÁ FRAKKLANDI: FYRST ER MARKAÐSVÆTT SVO ER EINKAVÆTT

Markaðsvæðing kallast það þegar reksrarformum er breytt þannig að þau lúti lögmálum framboðs og eftirspurnar í stað þess að samfélagsleg markmið séu höfð að leiðarljósi KJÓSI MENN SVO. Hvers vegna í hástöfum,   KJÓSI MENN SVO?  Vegna þess að opinberan rekstur má hæglega láta haga sér á markaðsvísu standi hugur til þess. Hafi hins vegar regksrtarformum verið breytt, starfsemin færð í form einkafyrirtækja eða hlutfélaga, þá eru þau jafnframt ...

ESB ÞRÝSTIR Á FRAKKA AÐ SELJA ARÐBÆRAR VATNSAFLSVIRKJANIR

Í franska sjónvarpinu í gær (áður en eldurinn í Notre Dame breiddist út) horfði ég á umræðuþátt þar sem gestir, pólítkusar, voru að bollaleggja um hvað Macron Frakklandsforseti myndi segja í ræðu sinni klukkan 20 um kvöldið (sem síðar var aflýst vegna brunans) og átti að vera svar við mótmælum Gulu vestanna,  ráðstafanir til þess að koma til móts við kröfur þeirra og útkomu "Le Grand Débat".  Einn gesta þáttarins sagði að Evrópusambandið væri að neyða Frakka til þess að selja vatnsaflsvirkjarnir einkaaðilum. Þótt þær skiluðu hagnaði  ...

FULLVELDIÐ Á VINSTRI VÆNGNUM

Umræðan um orkupakkann ólgar og sýður. Hugtakið FULLVELDI kemur þar í sífellu upp. Svo mjög að segja má að umræðan um orkupakkann birti um leið afstöðu viðkomandi til fullveldisins. Orkupakkinn er ágætis hnotskurn! Um afstöðu ólíkra hópa til fullveldisins má segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Annars vegar eru þeir sem tala um „orkuna okkar“ og vilja verja „fullveldið í orkumálum“ og hins vegar þeir sem segja ýmist að orkan sé bara eðlileg vara eins og fiskur og ferðamenn eða þá að málið snúist „einkum um náttúruvernd og neytendavernd í orkumálum“. Við fullyrðingu þeirra fyrrnefndu um fullveldisframsal er algengasta svar hinna síðarnefndu ...
ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

ANGÚSTÚRA: EINS OG AÐ BÍÐA EFTIR BÍTLAPLÖTUNUM

... Og rétt í þessu kom inn um póstlúguna nýjasta afurðin,   Glæpur við fæðingu,   eftir ungan suður-afrískan rithöfund   Trevor Noah   í þýðingu   Helgu Soffíu Einarsdóttur . “Glæpurinn” var að eiga móður og föður af ólíkum hörundslit en á tímum aðskilnaðarstefnunnar var það refsivert í Suður- Afríku.   “Ef móðir mín hafði eitt markmið í lífinu, þá var það að fresla huga minn”,  er haft eftir Trevor Noah. Viðbrögð við þessari bók benda til þess að fleiri hafi frelsast ...
GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

GUÐLAUGUR ÞÓR OG ARI TRAUSTI VÍSI EKKI VEGINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.04.19. Allar götur frá því um aldamót hefur Evrópusambandið verið að varða leiðina inn á markaðinn með rafmagn sem vöru. Samkvæmt fyrstu vörðunum var raforkuiðnaðurinn bútaður niður í einingar, meðal annars með því að aðskilja framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. Síðan voru stigin skref til að láta þessar einingar haga sér á markaðsvísu og með síðustu vörðunni, 3. orkupakkanum, er stefnt að því að láta hinn nýja markað starfa á samræmdan hátt við innri markað Evrópusambandsins (ESB) fyrir raforku. Á þessari þróun verður enn hert með 4. orkupakkanum ...

ÖLL VEGFERÐIN UNDIR

Sammála Jóhannesi Gr. hér á síðunni. Það þarf að skoða alla pakkana heildstætt, líka þá sem ókomnir eru, þ.e. fjórða og fimmta pakkann. Sá fjórði er tilbúinn, þar er hert á markaðsvæðingunni og miðstýrðu eftirliti. Með öðrum orðum það þarf að taka afstöðu til allrar vegferðarinnar. Friðjón