
MEÐ SÓL Í HJARTA
12.08.2019
Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari sem leika á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudagskvöldið 13. ágúst.
Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu.