AUÐHYGGJU-TILLAGA
17.05.2015
Ég sá einhvers staðar að Styrmir Gunnarsson hefur bæst í hóp þeirra sem vilja lögbundin lágmarkslaun. Heldur hann og þau sem tala þessu mali, að meirihluti Alþingis sé tilbúinn að lögleiða 300 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði einsog Starfsgreinasambandið berst nú fyrir? Nei, þessar ákvarðanir eiga að vera í höndum fólksins sjálfs og háð baráttu þess en ekki ekki reglustrikumál stjórnsýslu og stjórnmála.